Morgunn - 01.06.1926, Qupperneq 54
48
MORG.UNN
á öllu því, sem einstakir menn úti um gjörvallan heim
rita um kristindóminn. En í þessum tveim setningum, sem eg
liefi þegar bent á, er það falið, sem er liinn sameiginlegi
kjarni í boðskap allra manna, sem liallast að stefnu spírit-
ismans.
En við skulum líta fyrst á fyrra atriðið — þá kenningu
spíritismans, sem heldur því fram, að maðurinn lifi eftir
dauðann persónulegu lífi, er sé beint áframhald af þessu lífi.
Mér þykir líklegt, að mér verði bent á, að þetta sé ekk-
ert sérkennilegt fyrir þessa stefnu, fjölda mörg trúarbrögð
hafi lialdið þessu sama fram áður. Þetta er hálfur sannleikur
aðeins. Það er rétt, að því nœr öll trúarbrögð jarðarinnar
hafa haldið því fram, að mennirnir lifðu eftir dauðann. Og
eg er þeirrar skoðunar, að upphaflega liafi sú sannfæring
sprottið af nákvæmlega sömu rótum og sannfæring spíritist-
anna í dag — að mennirnir hafi sem sé við og við orðið varir
viö áhrif frá öðrum heimi. Eg benti á það í fyrri kappræð-
unni, að bæði Gyðingdómurinn og kristindómurinn séu af
þessum rótum runnir. Kristindómurinn væri ekki til, ef Jesús'
hefði ekki birzt lærsveinunum, og ef þeir liefðu ekki sífelt
orðið varir við lijálp frá öðrum heimi. Sama verður uppi á
teningunum, ef vér lítuin til Gyðingdómsins. Þau trúarbrögð
hefjast með spámanni, og þeim er haldið við fyrir atgjörfi og
atbeina spámanna, sem telja sig í sambandi við æðri verur og
máttugri en þeir eru sjálfir. Er það augljóst liverjum manni,
sem samanburö vill gera á þessum efnum og þeim, er við ræð-
um um í kvöld, að hvorutveggja er náskylt. Eg hirði ekki að
rekja þessa lilið málsins í kvöld, moð frapi af því, að mótstöðu-
maður minn hefir engu haggaö af því, sem eg hefi þar áöur
um mælt.
En eg vil benda á, að þótt trúin á framhaldslífið sé æfa-
gömul og nátengd öllum markverðum trúarbrögðum, þá fer
því fjarri, að sú trú liafi ávalt verið á eina lund. Og víst er
um það, að liin almenna kenning kirkjunnar um þessi efni
er harla ólík því sem spíritistar halda fram. Mismunurinn
liggur í þessu, sem eg hefi þegar talið eitt einkenni spiritist-