Morgunn - 01.06.1926, Page 60
54
M 0 R G U N N
Eg hefi sjálfur notað þessa röksemdaleiðslu, er eg hefi talað
nm dauðann. við líkbörur. En þar lxefi eg vitaskuld elcki getað
getið þess, að ein út af fyrir sig' er þessi staðhœfing mjög
völt. Eg trúi aö hún sé alveg rétt, en það er eingöngu fyrir
þá sök, að eg tel mig vita þaS, að mennirnir lifi. MeS öSrum
orðum, þaö er af því, að eg er sannfærSur um framlialdið;
að eg fa: skilning á því, hversu mikíð guð metur mannlega sál.
líefði eg ekki þá sannfæring, þá gæti eg vel liugsaS mér að
guð kæmist mjög vel af meS sinn óendanlega allieim án allra
manna. Meðan við vitum jafnlítið um okkur sjálf, og raun
ber vitni, þá er þaS ekkert nema mannlegt stærilæti að í-
mynda sér, að vér séum svona feykilega áríðandi fyrir allieim-
inn. Hitt er þaS, að ef viS vitum að maðurinn lifir, þá er
það vitneskja um þaö, að sá, sem stjórnar tilveru vorri, meti
meira það sem í oss felst, en við getum gjört oss í liugarlund.
En eg get ekki snúiö dæminu við.
En þá eru eftir þau rökin, sem í raun og veru er mest
um vert, og mestu haldi og dýpstu nær á okkur. Og það er
sú tilfinning göfugra manna, aö með því að svo mikiö rang-
læti og ójöfnuður virSist koma fram í lífi manna hér, þá
hljóti sá tími og sá staður að vei'a til, að úr þcssu veröi bætt.
Þar sem þeir fáfróðu fái lært, þeir fátæku og hrjáðu fái tæki-
færi til þess að njóta hinna hugnæmari liliða lífsins, sem
þeir aldrei kyntust liér. Þessu hefir verið lialdið svo vel fram
og af svo miklu afli af ýinsum mætum mönnum, aö það hefir
vegið meira en alt annaö til þess aö festa í menn sannfær-
inguna fyrir framhaldslífinu. Maðurinn, sem eg mintist á
áðan, Theodór Parker, segir einhverstaðar, að þegar hann
liorfi á kvalið, soltið andlit og hungruð augu lítils drengs x
fátækraliverfi borgar, þá þyrfti liann ekki íi öðrum sterkari
rökum að lialda fyrir því, aö einhversstaðar í alheiminum
yrði þeim dreng gefið annað txekifæri. En því miður er liægt
að umhverfa slíkum rökum. Bækur hafa verið ritaöar, sem
með miklum skarpleik hafa alveg snúið þessn við, Ef guð
liirðir ekki um drenginn í fátækrahverfinu x dag, segja menn,
og gætir þess ekki að liann fái betra tækifæri til lífsins en