Morgunn - 01.06.1926, Page 69
M 0 R G U N N
63.
Þá verður bylting á jörðu. Síðasta rit biblíunnar segir fyrir
um nýjan himin og nýja jörð. Mér finst þeir tímar eygjan-
legir, þegar menn sjá, aö jarölífiö nær inn í himnaríki og
himnaríki á sér bólfestu á jörðinni.
Útburðirnir á Helurðarskarði.
Úr Skarðinu heyrast oft grátþrungin gól,
>á genginn er dagur til viðar.
Þar sagt, er, aö útburðir eigi sér ból
í urðinni dýþstu. — Þar skín aldrei sól.
Og ekkert þá aumingja friöar.
En liæst lætur í þeim í harðindatíö
með hrakviðri, stormum og brimi.
Þá bleikir af ótta menn bera’ á þá níð
og bölva þeim ræflum í ergi og gríð.
Þeir óttast um líf sitt og limi.
En hrakyrðin auka þeim útburðum kvöl,
því ilskan og hatrið þeim svíður.
Og me'öan svo gengur, þeir búa viö böl,
á blíðari kjörum þeir eiga’ elcki völ.
Þá drepur liver dagur, sem líður.
Þeir vita, að annara ilska þeim slcóp
þau forlög, er stöðugt þá brenna,
en heyra frá sérhverjum gálausum glóp
þá grátlegu ásölcun, lygar og liróp,
þeim sé þetta sjálfum að kenna.
# *
*