Morgunn - 01.06.1926, Síða 77
MORGUNN
71
get í áttina til verunnar, til þess að þrcifa á henni eða ýta
við henni. Áður en eg veit af, liefir þessi stórskorna ásjóna
skelt sér þétt upp að mínu andliti og glennir upp stór, hvít
augun! Eg varð samstundis afskaplega lirædd, rak upp hátt
öskur og lét hendurnar ganga ótt og títt á móti þessu. Allir
vakna. Faðir minn rís upp og spyr, liver fj.... gangi á fyr-
ir stelpunni! Móðir mín kemur undir eins og sezt hjá mér.
Enginn sér neitt nema eg. Veran lækkar nú óöum, tapar
líkamslögun og hverfur senn.
Móðir mín kveikir fljótlega ljós, og veröur nú undir
eins þarna um kvöldiö mikið tal um þaö, er eg hafði a'ð segja.
Faöir minn, sem samkvæmt margvíslegri eigin reynslu hafði
enga tillmeigingu til þess að taka þessu hirðuleysislega,
segir að íökum: „Það er engu líkara en aö þú sért að lýsa
honum G. J.; liann skyldi þó ekki vera dáinn!“ Skrifaði hann
svo hjá sér mánaðardag og klukkustund þessara atburða.
Eéttri viku síöar kemur bréf frá Einari bróður mínum,
sem þá var smiður á ísafirði og hélt til hjá G. J. Segir hann
okkur þær liarla merku fréttir, að kl. að ganga 10, sama kvöld-
ið og fyrnefnda sýn bar fyrir mig, liafi G. J. kastað sér niður
af bryggju á ísafirði. Hafði hann verið við vín; var fljót-
lega náð, en ekki nógu snemma til þess, að það tækist að
lífga hann við.
Annars furðaði okkur ekki á þessari frétt, því að daginn
eftir fyrirbæri initt sá faðir minn G. J.; á sína annarlegu vísu
þvældÍBt hann beint fyrir honum við skepnuhirðingarnar um
kvöldið. Og víðar um eyjarnar varð hans vart, bteði þetta eft-
irminnilega kvöld og næstu daga.
Þá má að loluim geta þess, að hafi eg nokkurntíma séð
G. J. lifandi, þá hefir það verið í minni yngstu bernsku og
algerlega fyrir minni mitt. En um það er mér kunnugt, að
maður þessi vann lijá föður mínum sem unglingspiltur, og
voru þeir mjög góðir kunningjar. En einkum hafði þó G. J.
þótt vænt um móður mína. Hefir hann því eflaust lieimsótt
okkur með góðum hug, þótt einkennilega virðist liafa til tekist.