Morgunn - 01.06.1926, Síða 95
MORGUNN
89'
Dularlækningarnar í Vest-
mannaeyium.
i.
Bréf Hallgríms Jónassonar.
[Hr. Hallgrímur Jónasson, kennari í Vestmannaeyjum,
hefir lagt lofsverða stund á það að kynna sér lælcningar þær,
er menn telja sig liafa fengiS fyrir milligöngu frú Guðrúnar
Guðmundsdóttur, og átt í því efni við ýmsa örðugleika að
stríða. Hr. IJ. J. er svo gætinn í ályktunum sínum, sem fram-
ast verður á kosið, en lionum er það áliugamál að láta ekki
traðka sannleikamun í þessu máli. Fyrir það er Morgunn
honvun einkar þakklátur. Og það virðist oss að sannleikselsk-
andi menn eigi að vera, hverjum augum sem þeir kunna
k- annars að líta á þessar lækningar].
Kæri lir. forseti S. R. F. í. Einar H. K.varan!
Þjer hafið mælst til þess við mig, að eg safnaði áfram
sem ái-eiðanlegustum frásögnum frá fólki, er leitað liefir sér-
lieilsuhótar gegnum frú Guðrúnu frá Berjanesi og til dul-
veru þeirrar, sem henni stjórnar og telur sig vera framlið-
inn mann og kallast Friðrik. Eins og þér vii;ið, hét eg því
með ánægju. Hitt er annað mál, að sökum ýmissa ástæðna,
en þó einkum anna, verða efndirnar minni iieldur en ann-
ars liefði getað orðið. Eg lióf þá söfnun í fyrravetur í því
augnamiði, að liún gæti ef til vill orðið á einhvern liátt leið-
arvísir að þeirri sjónarliæð, sem veitt gæti manni útsýn til
orsaka þeirra, er fyrirbrigðunum yllu, livort sem þær nú
heldur væri að finna yfir í heimi framliðinna manna, hlut-
aðeigandi miðli eða sjúklingunum sjálfum. Og mér varð auð-
vitað mikil gleði í að lieyra, aö stjórn S. It. F. í. hafði á
því líka slcoðun.
Eins og að líkindum lætur, dettur mér ekki í liug — nú
fremur en í fyrra — að halda neinu ákveðnu fram um það,
hvert sá bati er sóttur, sem fólk fuUyrðir að það fái gegnum