Morgunn - 01.06.1926, Qupperneq 99
MORGUNN
93
fáránlegt aö rugla þeim tveim lítið skyldu málum saman:
Bendingum fyrirbrigðanna sjálfra á uppruna sinn og svo
óvarkárni Páls eða Péturs og gagnrýnileysi með þeim eða
mót. Þó að einhverjir menn fari ógœtilega og leiðist út í
gönur af oftríi sinni eða vantrú á þessari lireyfingu, scunnar
það ekki nokkurn skapaðan hlut um hitt, Iivort bati sá, sem
aðrir fá með áminstum liætti, sé fenginn fyrir atbeina fram-
liðinna manna, eða elcki.
Um samband Guðrúnar við „Friðrik“ er eigi sérstaklega
mikið nýtt að segja. Það virðist liafa haldist við óslitið og
með líkum hætti, alt frá því er þess varð vart, veturinn 1924,
og fram til þessa.
Sú breyting er lielzt, að nú eru — að boði stjórnandans
— haldnir reglulegir lækningafundir einu sinni í viku. Ilafa
þá talað í gegnum miðilinn fleiri „verur“ en „Friðrik“ —
verur, sem segja sig vera framliðna ástvini og ættingja ým-
issa fundarmanna og hlutaðeigandi fólk hefir kannast vel
við. Yirðist mér erfitt að komast undan því, að þarna sé um
að ratða áhrif og afskifti ákveðinna dáinna persóna. Vonandi
verður hægt að skýra betur frá því síðar.
Um vottorð þau, sem liér fylgja, get eg verið fáorður.
Gildi þeirra er mér óþekt, að öðru leyti en því, að batann
hefir íolkið fengið. Þar er sjón sögu ríkari. Og því má líka
bæta við, að eg veit um æðimarga, bæði hér í Eyjum og út
um land, sem fullyrt hafa við mig í viðtali og bréfum, að
þeir hafi öðlast mikinn og óvæntan heilsustyrk, eftir að leit-
að var til „Friðriks" gegnum Guðrúnu.
Og nú er mál til komið að ljúka þessum línum.
Gætu svo frásögurnar orðið, þó eigi væri nema ófullkom-
in bending að huldum orsökum og sannleik þessa málefnis,
þá er sannarlega vel goldin sú litla fyrirhöfn, sem þær liafa
kostað mig, og óvildin, sem einhverjir kunna á mig að leggja
fyrir afskiftin.
Vestm., 18. apríl 1926.
Hallgr. Jónasson.