Morgunn - 01.06.1926, Page 103
MORGUNN
97
'Ummæli hirmar konunnar þar að lútandi. Fengum við og
ileiri óræk merki fyrir skygnigáfu hennar.
Yestmannaeyjum, 20. febr. 1926.
fíjörn Bjarnason.
2.
Frásaga Helgu Gruðmundsdóttur, Armótum í Vestm.eyjum.
Ovœntur bati.
Aður en eg skýri frá því, sem fram við mig kom í veik-
indum mínum og mér finst dálítiö undarlegt, verð eg að geta
lítils atviks.
Þannig er mál vaxiS, að dóttir mín, Jórunn Gísladóttir,
hefir um mörg ár þjáöst af ýmiskonar heilsuleysi. Þegar lækn.
ar þeir, sem hún haf'ði leitaS, gátu lítinn sem engan bata veitt
henni, leitaði hún eftir lijálp „Friöriks“. LeiS svo nokkur
tími, að hún varð hans í engu vör. Þá var það eina nótt, að
hana dreymir, að til hennar kemur stúlka, sem ávarpar liana
og segir: „Friðrik bað að heilsa.“ „Er þaö merki þess, að
hann ætli að fara að koma til mín?“ þykist dóttir mín spyrja.
Draumveran svarar: „Hann kemur á mánudagsnóttina.“ Svo
kom næsta mánudagsnótt, og varð Jórunn einskis vör.
Þá er það föstud. næstan á eftir 19. des. 1925*), að eg
tek þunga veiki, er liafði mörg einkenni lungnabólgu. Sagði
læknir sá, er mín vitjaði, aö liún gengi næst þeirri veiki. Lá
eg með um 40° liita og þyngdist sóttin eftir því, sem lengur
leið. Á sunnudagskvöld var eg svo langt leidd, aö ósýnt þolti
um líf mitt. Mun læknirinn hafa gefið dóttur minni og fleiru
heimafólkinu það í skyn, að þá nótt óttaðist hann um líf mitt.
Vakti Jón sonur minn yfir mér þá nótt. Um kl. 11 á sunnu-
dagskvöldið færist á mig eitthvert kynlegt ástand, sem eg fæ
nauma.st lieimfært undir svefn né vöku. Lá eg með aftur
augun, en hafði þó sterkt hugboð um það, eða fanst, að ein-
hver ókend vera koma til mín. Fylgdi henni slíkur kraftur,
sem að raér beindist, að eg misti algerlcgu stjórn á líkama
mínum. Fór eg',nú, þar sem cg lá mátlvana með öllu, að hreyfa
hendur, liandleggi og fætur og svo allan likama minn á ýms-
an einkennilegan hátt. Var mér sagt, að því liefði verið lílcast,
sem maður iðki líkamsœfingar. Meðal annars byltist eg á
*) Helga Guömundsdóttir telur sig’ muna mánaöardaginn rétt, en
af þvl aö svo langt er liöiö, þorir liún ekki aÖ fullyröa afdráttar-
laust um daginn, enda sldftir þaö minstu máli. — H. J.
7