Morgunn - 01.06.1926, Page 104
98
MORGUNN
grúfu. Fann eg þá, aS liörund og liold á dálitlum hluta baks-
ins tók að ýfast til, ýmist til hægri eða vinstri liandar, upp
eöa niöur. Var líkast að finna, sem hörundinu væri ýtt þétt-
ingsfast sitt á livað. Snerti þar þó enginn á, að því er séð
varö. Fór og eins um hörundiS framan á bolnum og víðar.
Gekk þetta ærna stund og horfði fólk á undrandi, að því sem
mér var sagt. Líkamsæfingar sem þessar, er eg var látin
fremja, hefi eg aldrei iðkað á æfi minni, hvorki fyr né síðar,
enda eigi líkleg til þess nú orðiö, komin á sjötugsaldur. Er
áhrifum þessum linti, var orðin á mér sú breyting, að mér
fanst eins og eg væri alt önnur manneskja, svo var eg öll
miklu hressari en áður. Undanfarna sólarhringa hafði allur
svefn brugöist mér. Nú kom hann þessa nótt, en með þeim
liætti, að líkast var, sem hann væri tempraður. Sofnaði eg
fyrst í 10 mínútur. Þá vaknaði eg. Aftur sofnaði eg og svaf
í y2 klst.; vakna þá aftur. Aö stundu liðinni féll eg enn í
svefn, er hélzt í klukkutíma, og þannig jókst iiann smátt og
smátt. Um morguninn, er læknirinn vitjaði mín, var eg orðin
það hress, aö mér fanst eg geta sezt upp í rúminu. Virtist
lælmirinn verða stór-undrandi yfir þessum snöggu umskift-
um, og kvaðst hafa við öðru búist kvöldið áður.
Meðan hin umgetnu, kynlegu áhrif hvíldu á mér, fanst
mér eins og sama veran, sem eg urn kvöldið þóttist skynja,
vera inni. Fanst mér eg geta sent lienni hugsanir mínar — án
þess að tala — og náð svörum sömu leiö. Gat eg þess til með
sjálfri mér, að þarna myndi „Friörik“ vera á ferð.
Er ekki að orSlengja það, að bati minn fór eftir þetta
vaxandi og komst eg á fætur eftir hálfan mánuð og liefi síöan
haft góða lieilsu.
Jórunn dóttir mín, sem oft telur sig verða „Friðriks"
vara*), hefir látið i Ijós þá ímyndun sína um þetta, að þessa
nótt, sem um getur, hafi eg dregið lækningakraft „Friðriks“
til mín, i staðinn fyrir að hún hafði búist við, að sín yrði
vitjað umgetna nótt.
Ofanrituð frásaga hefir verið skrifuð orðrétt upp eftir-
mér og staðfesti eg það með undirskrift ininni.
Ármóti, 22. apríl 192ö.
Vitundarvottnr:
Jórunn Gísladóttir.
llelga Guðmundsdóttir.
Vilmunda Einarsdóttir.
) SJ4 Imr um hennar vottorð. • H. J.