Morgunn - 01.06.1926, Qupperneq 111
MORGUNN
105
og reifaði síöan. Þá voru liinar sýnilegu umbúöir lagðar unx
líkt og áður.
Eftir þetta kom N. N. til Guðrúnar í nokkur skifti, og
liafði hún við svipaðar aðferðir — að því er virtist undir létt-
um „tranee“-álirifum.
Þegar eftir fyrstu heimsókn brá til nokkurs bata. Bólgan
á fingri og hendi rénaði að mun. Áður hafði hún verið svo
mikil, að ómiigulegt var að koma fingri í greiparnar báðum
megin við liinn veika fingur sjúklingsins. Sárið var orðið
hreint og eftir þetta festust umbúðirnar aldrei niðri í skurð-
inum, þótt engin sýnileg meðul væru við liöfð. Er ekki að orð-
lengja það, að ekki reyndist það rétt, að N. N. yrði iiandlama
út vertíðina né fengi staurfingur (að öðru leyti en því, sem
hann er dálítið boginn um fremstu kjúku), eins og læknirinn
hafði þó talið að verða mundi, heldur lióf N. N. vinnu sína.
(fiskiróðra) tæpri viku eftir það, að „Friðriks“ var leitað..
Var þá fingurinn því nær gróinn.
A skírdag fyrir páska kom N. N. síðast til Guðrúnar, og
var þá að eins eftir lítilsháttar hrúður yfir einum skurðinum.
N. N. getur þess, aö hann liafi aldrei orðið „Friðriks“
var, en telur sig alt um það eigi geta annað en sett þcnnan
bráða og óvænta bata í beint samband við komur sínar til
Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Berjanesi.
Undirrituö eru vottar að því, að ofanskráð frásögn hefir
verið iesin upp fyrir ldutaðeigandi N. N., og hann sagt liana,
rétta í alla staði.
Elísabet Ingvarsdóttir. Hallgr. Jónasson, Vestm.eyjum.
7.
Bati á langvarandi líkþorni.
1 kringum 30 ár hefi eg undirritaður gengið með líkþorn-
á einni tá hægri fótar. Ilefir það þjáð mig því meir, sem
lengur hefir liðið. Reyndi eg ýms meðul, plástra 0. fl., m. a.
eftir ráði Ilalldórs heitins Gunnlaugssonar héraðslæknis, en
ekkert dugði. Var þetta orðið mér svo viðkvæmt, að eg gat
varla í fótinn stigið; datt mér oft til liugar að láta taka tána
af, þar sem þetta var orðið mér því sem næst óbærilegt.
Þá var það núna í vetur, eftir jólin, að mér var ráðlagt-
að leita til Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Berjanesi, og-
lilýddi eg því. Lofaði Guðrún að biðja „Friðrik“ að hjálpa
mér. Brá svo viö eftir fyrsta sólarliring, að hinar stöðugu: