Morgunn - 01.06.1926, Page 116
110
MORGUNN
I>aö var að kvöldi dags seint í janúarmánuði veturinn
1879, að eg gelck ofan úr bæjardyralofti á StaSastað og ætlaöi
inn á baöstofuloft. Þess skal getið, að Ijæjardyraloftið var
notab sem piltabaSstofa. Brattur stigi var úr dyraloftinu og
lá hann niður aS opi á göngum þeim, sem lágu úr bæjardyr-
um inn undir baðstofuloftið. Göng þessi voru í gegnum ca.
5 álna þykkan millivegg, sem aðskildi baðstofuna frá bæjar-
dyrunum. Þegar eg fyrnefnt ltvöld er ekki fyllilega kominn
niður í miðjan stigann, veröur mér fótaskortur, svo að eg
finn ekki annað en að eg muni falla áfram á andlitið fram í
bæjardyrnar. Bn það afstýrði því, að eg fengi slysabyltu, að
eg náði með vinstri hendi á staf, sem var við gangnaopið, þeim
megin, sem fjær mér var, og var því aðstaða mín þannig, að
eg var með fæturna uppi í miðjum stiga og stóð þannig ská-
halt fyrir gangnaopinu mcð vinstri hendi á stafnum. Bnginn
gat því komist fram úr göngunum, án þess að fara undir
vinstri liandlegg mér.
Nú sem eg var í þessari óþægilegu aðstöðu, er eg að
hugsa um, hvernig eg eigi að rétta mig við, án þess að eg
hljóti að falla. Verður mér því litið í áttina inn eftir göngun-
um, og sé ekkert, ekki einu sinni handaskil, svo var myrkrið-
mikið. Þá sé eg, livar mannsbeinagrind kemur undan bað-
stofuloftinu og líður í áttina fram göngin. Eg varð alls ekki
var við hræðslu, en mig furðaði mjög á því, að þessa sýn skyldi
bera fyrir mig. Mér hugkværadist að bíða í þeim stellingum,
sem eg hefi áður frá sagt, því að þá varð svipsjón þessi að
fara undir vinstri handlegg minn, ef hún héldi áfram út
göngin.
Nú. líður þessi sýn áfram í áttina til mín, án þess að neinn
sérstakur partur af henni hreyfist. Mér virtist beinagrind
þessi vera sjálflýsandi, og sló á liana, og dálítið út frá henni,
bleik-hvítum bjarma, svo að sá í svartan moldarvegginn á
milli rifjanna. Þessi sýn varaði svo langan tíma, að eg gat
með fullkominni nákvæmni atlmgað beinagrind þessa, og sá
eg glögglega, hvert það smábein, sem eg hugsa, að eigi að vera
í roannslíkamanum. Að lokum leið beinagrindin undir vinstra