Morgunn - 01.06.1928, Side 9
M0R6UKN
3
ekki hvað sízt þeim, sem eru því samfara, að vera sann-
ur og einlægur kristinn maður.
Þessa huggun, sem hann hafði sjálfur af guði hlotið,
flutti hann ykkur; hann flutti ykkur hana frá þessum
prédikunarstól, og þegar hann gekk á milli rúma hinna
þjáðu. Hann fann svo innilega til með ykkur, og honum
var svo ant um ykkur. Þegar hann var að búa sig undir
að flytja hingað, vakti það meðal annars fyrir honum,
að hann gæti þá unnið ykkur meira gagn. Eg skil þess
vegna svo vel, að þið saknið hans og blessið með ]>akk-
læti til Guðs minningu ykkar góða og kærleiksríka prests.
Við erum samankomin í því húsi, þar sem hann átti
síðasta jarðneska heimilið sitt. Hér var hann svo ánægð-
ur að dvelja, bæði vegna verksins, sem hann vann hér,
og líka vegna þess, að hér gafst honum betra næði til
starfa sinna, en hann hafði áður notið.
Hingað eru komin systkini hans, til þess að kveðja
hann. Margar minningar rifjast nú upp fyrir ykkur frá
því er þið voruð börn saman í foreldrahúsum, minningar
um trygðina, sem hann bar altaf síðan til ykkar, og um
gleði ykkar, þegar hann heimsótti ykkur á sumrum. Þeg-
ar þið hugsið til bernskuheimilisins ykkar og samvistanna
við ykkar góðu foreldra á þessari kveðjustund, þá veit eg,
að þið hugsið líka til föðurhúsanna himnesku, þar sem
foreldrar og börn safnast aftur saman til þess að njóta
eilífra samvista.
Og hingað er kominn hópur frændfólks. Við minn-
umst margra ánægjulegra samverustunda, þegar hans
hjartanlega glaðlyndi varpaði birtu gleðinnar yfir vina-
hópinn. Við minnumst ]æss, hve frændrækinn hann var.
Og við minnumst þess, með hve innilegri gestrisni hann
fagnaði okkur á heimili sínu og hve ant hann lét sér
ultaf um það, að gjöra okkur dvölina ]>ar sem ánægju-
legasta. Við finnum til ]æss, að við höfum mist góðan og
einlægan vin, sem altaf var til þess búinn að vinna okkur
gagn og gleðja okkur, hvenær sem færi gafst.