Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 14
8
MORGUNN
kristnari, trúaðri og betri. Enda bera fyrirlestrar hans
og prédikanir þessa ljósan vott. Af |>eim sjáum vér, hvers
vegna hann hefir leitað hinnar nýju þekkingar, hvað hon-
um fanst hún hafa að flytja vorum tímum, og hvert hann
stefndi í baráttu sinni fyrir þeim sannindum, sem hann
taldi sig hafa fundið.
Hann tók það oft fram, að sjálfs sín vegna hafi hann
ekki aðallegast leitað þekkingarinnar um framhald lífs-
ins, hann hafi aldrei efast um, að vér allir séum ódauð-
legir. En hann hafi vitað, að margir menn taki engar rök-
semdir gildar í því máli, heldur eingöngu sannanir.
Þeirra vegna hafi hann leitað sannananna. En sjálfum
fanst honum hann miklu betur staddur í prestsstarfi sínu
eftir að hafa bætt þeirri þekking, er hann hafði aflað
sér, við þá trú, er hann átti fyrir.
Og honum fanst hin nýja þekking, er hann taldi
sannaða, hafa margt og mikið að flytja vorum efa-
semda- og efnishyggju tímum. Honum fanst hún flytja
sannanir fyrir ]>ví, að æðri andans heimur umlyki oss á
alla vegu, og að dásamlegir hlutir gerðust enn sem fyrri,
og væru nú sem áður ,,trygging fyrir hinni æðri tilveru
og að vér séum leiddir og oss hjálpað þaðan.“ Þá fanst
honum einnig nýja þekkingin útiloka og vísa á bug reng-
ingum um margt af því dásamlega, sem N. t. skýrir frá
úr lífi Jesú Krists. Honum fanst hann fá sannanir fyrir
því, að hin furðulegustu kraftaverk Jesú hafi raunveru-
lega getað átt sjer stað og dásamlegir viðburðir gjörst
bæði við fæðingu hans og upprisu og oftar í lífi hans.
Reynsla hans styrkti hann í þeirri sannfæringu, að það
væri bókstaflega satt, sem N. t. segir oss dýrðlegast um
Krist og um afskifti hans af mannlífinu. Hann segist í
einum fyrirlestra sinna trúa því um Krist, „að honum
þjóni aragrúi miljóna og að hann sé með söfnuði sín-
um alla daga.“
Hvað er eðlilegra en að sá, sem sannfærður er um
að hafa hlotið slíka reynslu sem ]>essa, vildi gjöra aðra