Morgunn - 01.06.1928, Page 16
10
M0R6UNN
reyna að draga úr sárasta sviðanum, ef það væri unt. Þó
mun hann hafa kynst þessu enn betur síðar.
Sjálfur var hann, þrátt fyrir hið mikla þrek og
djörfung, sem vér svo oft urðum vör við hjá honum,
mjög næmur fyrir öllum erfiðleikum lífsins og böli, eins
og hann var næmur fyrir allri andstöðu og andúð þeirra
manna, sem ekki gátu orðið honum samferða í skoðun-
um og lífsreynslu. Slíkt var eðlilegt um mann, sem átti
jafn viðkvæma lund og tilfinningaríkt eðli. En þrátt
fyrir alt, sem oft skygði á, þrátt fyrir margskonar erfið
kjör og kringumstæður, var þó bjart yfir lífi séra Har-
alds. Það var birta hugsjónanna, sem lýsti upp huga
sjálfs hans, og varpaði birtu inn í huga annara. Þessari
birtu lýsti hann fagurlega í einni af prédikunum sínum
með svofeldum orðum: „Hér á landi eru sumrin æfinlega
stutt. En sumar hucjans takmarkast ekki af neinum
vetri; ]>að getur haldist. 0g önnur vissa er enn sælurík-
ari. Guðsbarnið með eilífðareðlið veit, að fegursta sam-
arið er æfinlerja fram unclan. Lífið er stöðug framþróun
upp í sumarlönd eilífðarinnar, inn í sælu Krists-fylling-
arinnar. Hauðinn er aðeins stig á þeirri leið. Það fyllir
oss heigri lotning að vera þess fullvísir, að vér getum
enn af nýju sagt, er vér vöknum aftur eftir blund dauð-
ans: Sumarið komið, sumarið komið! Ljósið enn, laufið
enn, lífið enn, ástin enn! Þá munúm vér á því þreifa, að
orðtak bjartsýninnar lofaði aldrei of miklu“. —
Jarðvistar starfsdagur séra Haralds er á enda, og
hefðum vér vinir hans óskað, að hann hefði mátt vera
lengri. En vér viljum ekki fylla huga vorn sorg og sökn-
uði hér við líkbörur þessa vinar vors, heldur þvert á
móti láta bjartar vonir búa í sálum vorum, sérstaklega
vonina um að fegursta sumarið sé fram undan fyrir
hann, sem vér erum að kveðja með viðkvæmum kærleiks-
hug og þakklæti fyrir alla samveru og samvinnu mörgu
liðnu árin.
Honum hljótum vér að samgleðjast með því að hinn