Morgunn - 01.06.1928, Page 19
MORGUNN
13
ingu og taldi ekki sjálfsagt að varpa fyrir borð, stæðu
mönnum með hugsunarhátt nútíðarinnar jafn-fjarri eins
og Ásatrú og aðrar hugmyndir fornaldarinnar, sem nú
væru gersamlega soknar í kaf aldanna. Samt var mér
undantekningarlaust yndi að vera með honum.
Hann var léttur í máli, ódulur og einlyndur í góðri
merkingu. Fyrir ])ví var svo auðvelt að sjá inn í hug
hans, átta sig á honum, skilja hann. Sumt af ]>ví, sem
einkendi hann alla æfi, lá opið og öndvert fyrir hverjum
skynbærum manni, sem kyntist honum á ]>eim tíma.
Engum gat dulist hvað hann var glæsilega gáfaSur,
og hvað hann drakk í sig allan fróðleik, sem hann fór
eitthvað að fást við. Ástríðurík starfsþrá var ekki síður
bersýnileg. Þá var vandvirknin, trúmenskan og samvizlcu-
semin í öllum hans skyldustörfum, öllu, sem hann kom
nærri. Með öllu sínu umburðarlyndi, sinni heitu og elsku-
legu samúð með örðugleikum mannanna við að vinna
sigur á breyskleikanum, sem við könnumst svo vel við,
er sóttum guðsþjónustur hans, veitti honum fremur örð-
ugt að átta sig á óvandvirkninni, vanrækslunni, hirðu-
leysinu, subbuskapnum, hvar sem þetta kom fram. Alls
engin drög af slíku voru til í skapgerð hans.
Enn verð eg að láta eins atriðis getið, sem ekki gat
farið fram hjá neinum, sem kyntist honum til muna á
þessu tímabili, sem eg er nú að tala um — það, hve að-
dáanlega vel honum hafði auðnast að halda sér flekklaus-
um af heiminum. Hér var ekki eingöngu að tefla um
staðfestu hins vandaða, prúða og guðrækna manns. Þetta
lá djúpt í eðli hans. Hann hrylti við öllu ljótu, öllum
hrottaskap og allri léttúð. Og eg hugsaði oft um það á
l>essum árum, að það hlyti að hafa verið gæfa fyrir unga
uienn á hættulegasta aldrinum að vera samvistum við
þennan æskumann, sem lét það svo vel, bæði fyrir eðlis-
far og ástundun, að vanda ráð sitt.
Samt held eg ekki, að ]>að hafi verið ]>essir eigin-
leikar hans, sem heilluðu mig mest á þessum árum.