Morgunn - 01.06.1928, Síða 26
20
MORGUNN
Har. Níelsson var, nema við og við. En þegar vér getum
ekki varist ]iví að hugsa um auðnina og skarðið, þá megum
vér með engu móti gleyma cjróðrinum, sem hann lét eftir
sig. Fyrst og fremst eigum vér að facjna út af því, að
annar eins maður og Har. Níelsson hefir starfað með þjóð
vorri. Eg er ekki í neinum vafa um það, að fyrir það hefir
hún orðið vitrari og betri þjóð, frjálslyndari þjóð, víð-
sýnni þjóð, andlega sjálfstæðari þjóð, en hún hefði ann-
ars orðið.
Og þegar eg lít til ykkar, nánustu ástvina hans, til
þín, elskulega vinkona mín, sem varst honum aðstoð og
ástríkur förunautur síðasta áratuginn hans, til ykkar,
barnanna hans, til ykkar, systkina hans, og annara skyld-
menna og venzlamanna, ])á kemur mér ekki til hugar að
fara að ýfa upp sorg ykkar með því að gera þess grein,
hvað mikið þið hafið mist, hvað vænt honum þótti um
ykkur, hve mikla ást þið lögðuð á hann. Nokkuð veit eg
um ]ætta. En alt vitið þið það betureneg. Egætti að skilja
söknuðinn og tregann. Hann er því miður óhjákvæmi-
legur. Að eins eitt langar mig til að segja við ykkur, þó að
þið vitið það sennilega eins vel og eg: I>að bezta, sem
])ið getið fyrir hann gert, er áreiðanlega það að útrýma
sorginni, svo fljótt, sem ykkur er unt, að hugsa um
þennan ástvin með kærleiks]>rungnum fögnuði út af því,
hvað hann var og hvað hann er nú — að hann er ekki
síður ástvinur ykkar nú en áður, að hann er kominn inn
í æðri tilveru með öll skilyrðin til ])ess að verða máttugri
vera en áður, margfalt fróðari, vitrari, meiri og betri
maður en hann gat orðið hér.
Og svo að eins örfá orð enn: Fyrir kynni mín af
sálarrannsóknunum hefi eg ástæðu til að ætla, að mikil
líkindi séu til þess, að Iiaraldur Níelsson heyri ]>að, sem
hér fer fram í dag — tjaldið, sem skilur heimana, sé nú
ekki þykkra en þetta. Fyrir því sný eg mér að lokum
beint til hans, líkt og eg mundi hafa snúið mér til hans_