Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 27
MOKGUNN
21
ef hann hefði verið að leggja upp í einhverja langferð í
þessum heimi.
Vertu blessaður og sæll, elsku vinur minn! I>akka
þér fyrir alt. Mér vinst ekki tími til að þakka þér
fyrir sjálfan mig; mér finst það mundi verða of
langt mál, enda er eg kominn á þann aldur, að ekki er
beinlínis Iíklegt, að mjög mörg árin líði þangað til við
finnumst. Eg þakka þér í nafni hinna mörgu vina þinna.
Eg þakka þér í nafni þeirra, sem þú veittir út yfir þínu
hlýja og magnmikla ástríki. Eg þakka ]>ér í nafni þeirra,
sem ]>ú auðgaðir andlega af fjársjóðum þinnar djúpsettu
þekkingar og lærdóms og þinnar dýrmætu reynslu. Eg
þakka þér í nafni þeirra, sem þú gerðir að meiri og betri
og trúaðri mönnum. Eg þakka þér í nafni þeirra, sem þú
huggaðir í hörmum og styrktir í lífsins stríði. Vertu æf-
inlega blessaður og sæll. Drottinn sé með ])ér í öllum þeim
veröldum, sem nú liggja fram undan þér. Amen.
IV.
Likræða i Frikirkjunni,
flutt af séra Friðrik Hallgrimssyni.
Það verður ekki langt mál, sem eg tala hér í dag
við líkbörur míns sofnaða vinar og frænda, — já, bróð-
ur er mér óhætt að segja; því að frá því er hann kom
fyrst á heimili foreldra minna, til þess að gjörast þar
heimilismaður, fyrir rúmum 45 árum, skoðuðum við
hvor annan sem bræður, og foreldrar mínir elskuðu
hann sem sitt eigið barn. — Það er mér þess vegna við-
kvæmt mál, að kveðja hann hér á þessum alvarlegu vega-
uiótum, þó að eg viti, að við eigum að hittast aftur. Það
heíir aldrei enn komið eins sárt við mig að fylgja nein-
Um til grafar og honum.
^ ið lékum okkur saman, ]>egar við vorum ungir,
ítlaðir og áhyggjulausir drengir. Margar. margar gleði-
sfundir áttum við saman fyr og síðar; —- og stundum