Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 33
MORGUNN
27
Hann hafði séð.
Líkamleg augu hans höfðu séð tákn og stórmerki.
En andleg sjón hans, spámannleg sjón hans, hafði sé5
miklu meira. Eg hefi ekki tíma til að útlista það, enda
vona eg, að þið skiljið mig öll. Og nú varð það stórmál
efst í huga hans, hvernig hann mætti snúa hjörtunum að
því, sem hann hafði séð, unz Guð gæfi mönnunum þá
reynslu, sem honum hafði hlotnast.
Sjá, ég vil ekki bregðast, lætur Myers Pál postula
segja. Enginn vafi er á l>ví, að Haraldur Níelsson hefir
margsinnis sagt það sama við Drottin. Og hann stóð við
]>að. Af öllu því, sem bjó í hans auðuga hug, hefir líkleg-
ast sú hugsun verið allra-öi'lugust að bregðast aldrei.
Altarisglæður legðu á veikar varir, veittu mér eldinn,
segir Páll postuli enn fremur í ljóðum Myers. Haldið þið
ekki, að síra Haraldur hafi nokkuð oft beðið þeirrar bæn-
ar í einhverri mynd? Og hann fékk bænheyrslu. Það var
eldur í orðunum af vörum hans. En ekki eingöngu eldur.
l‘að var vígður eldur, heilagur eldur, altarisglæður, eld-
Ur sannleiksástríðunnar, trúarinnar og kærleikans til
Guðs og manna.
Hefir nokkur árangur orðið af þeirri bænheyrslu?
Haía orð hans fundið nokkurt bergmál? Hefir eldurinn í
þeim gert hlýrra í nokkurri mannssál? Áiæiðanlega er
enginn okkar í vafa um það. Ekki eingöngu í Reykjavík,
sem naut hans mest, heldur úti um alt þetta land, hafa
menn orðið harmi lostnir við andlát hans — af því að
altarisglæðurnar höfðu vermt. Og athugum eftirmælin,
sem hann og starf hans hefir fengið, hvar sem hans
lefir verið minst, í blöðum og í ræðum. Hvergi hefir
^ent annars en kærleiks, aðdáunar og lotningar fyrir
'er lnu> seiu hann hefir unnið. Við, sem erum orðnir svo
gamlir, ag vjg munum viðtökurnar, sem sálarrannsókna-
17111 'ð lékk hér á landi fyrir tæpum aldarfjórðungi, við
* um að hafa vit til ])ess að sjá það, að ])að hefir orðið
uiangui af l>ví, að Haraldur Níelsson brást aldrei, og-