Morgunn - 01.06.1928, Síða 43
M 0 R G U N N
37
yfir hverri hreyfinigu og láta okkur hjálp í té, ef við
að eins gefum þeim færi á að gera það.
Er hægt að flytja dásamlegri boðskap til okkar
mannanna? Er hægt að vígjast til æðra hlutverks? Eg
segi hiklaust nei. — Eg sagði áðan, að eg væri viss um
að það hefði ekki verið nein tilviljun að próf. Har.
hefði komist inn á þessar brautir. Aflið, sem stendur á
bak við alt þetta, hefir óefað fundið, að þarna var mað-
ur, sem hafði djörfung til að ganga fram, og aldrei
hikaði við að bera vitni sannleikanum, aldei hikaði við
að segja það, sem hann taldi sannast og réttast, fegurst
og fullkomnast, hvort sem menn vildu hlusta eða ekki.
Það virtist í fyrstu ekki vera til að afla sér álits að ljá
þessu máli lið sitt, en hann hugsaði ekki um það. Ilann
hafði komið auga á dýrmætan gimstein; hann hafði
séð roða fyrir nýjum degi, og það varð að gera alþjóð
þetta kunnugt. Guði sé lof fyrir það, að þú varst valinn
til þessa starfs, Haraldur Níelsson!
Þú hvíslaðir að mér, vinur minn: „Eg vil, að þið
talið sem minst um mig. Þið eigið að tala um málefnið
okkar.“ En, vinur minn góði, hvernig á að tala um mál-
efnið — spíritismann — án þess að tala um þig? Varst
þú ekki allur málefnið? Eg veit, að allir verða mér
sammála um að slíkt sé ókleift.
Eg býst við, að eg tali þar fyrir munn fjölda
™anna, er eg af hrærðu hjarta þakka þér, vinur minn
og okkar allra, fyrir það, að þú lézt okkur finna þetta
eitthvað, sem við fundum til, en gátum ekki gert okkur
grein fyrir, hvað var.
Eg get ekki stilt mig um að segja ykkur dálitla
sögu eða fyrirburð. Gömul kona, sem nú er fyrir nokkru
^áin, sagði mér fyrirburðinn fyrir 20—25 árum. Eg
ritaði hann eftir henni,. en eg lofaði að láta hann ekki
uppi, fyr en mér fyndist tími til. Og nú finst mér tím-
lnn einmitt kominn.