Morgunn - 01.06.1928, Síða 44
38
M 0 R G U N N
Konan var þá ung, og var á heimili foreldra Har-
alds Níelssonar. Hún segir svo frá:
„Á annan dag jóla 1868 hafði eg nýalið fyrsta
barnið mitt. Það fæddist á jólanóttina og var skírt um
kvöldið 2. jóladag. Haraldur var þá fárra vikna og
hafði móðir hans lagt hann í rúmið hjá mér, meðan hún
hélt mínu barni undir skírn. Mér leið mjög illa, bæði
af veikindum og svo af mikilli mjólk í brjóstum.
„Mér varð þá fyrir að leggja barnið, sem lá á kodd-
anum hjá mér, að brjósti mér og gefa því að sjúga.
Mér létti mikið, er hann hafði sogið um stund, og lagði
eg hann aftur á koddann. Þá var verið að skíra barnið
mitt. Alt í einu varð eg þá sem frá mér numin; mér
fanst barnið, sem lá á koddanum, umvafið geisladýrð;
sérstaklega fanst mér, sem um höfuð hans væri baug-
ur; en þó bar mest á honum framan á höfðinu, og var
sem þar myndaðist gyltur borði og fanst mér sem á
hann væri letrað gullnu letri með upphafstöfum orðið
BISKUP. Síðustu stafina fanst mér eg sjá afarglögt,
en fyrri helmingurinn var nokkuð óskýrari.
„Þegar eg hafði horft á þetta um stund, varð mér
afarbilt við, því að mér flaug í hug, hvort þetta myndi
boða feigð barnsins, og að mér kynni að hafa orðið
mikið á með því að gefa honum mjólk, sem verið gæti
að bæri í sér sýkla. Það greip mig skelfing, en eg átt-
aði mig fljótt og lyfti huganum í bæn — svo heitri,
sem mér framast var unt — til hins algóða, alvitra og
almáttuga guðs, og bað þess að þetta verk mitt yrði
drengnum ekki að skaða, en að hann vildi gefa honum
hið bezta af nægtabrunni sínum, svo að hann yrði sér
og öðrum til blessunar."
I orðsins venjulegu merkingu varð hann ekki
biskup, en hvort sýnin er ekki rétt, eða hvort hún hefir
ekki rétt gildi fyrir það, á það vil eg ekki leggja dóm
nú. Þó verð eg að segja, að eg efast um að margir
biskupar hafi verið meira virtir og elskaðir af fleirum