Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 49
M 0 R G U N N
43
þessi orðin, er Jónas kvað, þá er lát bezta vinar hans
barst honum til eyrna:
„Dáinn, horfinn“ — harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
Vinurinn var Tómas Sæmundsson, annar einstæður
maður á sinni tíð, sá sem vinir hans báru bezt traust til,
að mundi mestu orka og fá til vegar komið, til að vekja
þjóðina og lyfta henni til menningar og manndáðar —
eins og vér hinir mörgu vinir Haralds Níelssonar úti um
alt landið sáum í honum orkuríkasta brautryðjandann
til nýs andlegs þroska fyrir þjóð vora, og jafnvel ekki
aðeins fyrir þjóð vora, heldur alt mannkyn, því að enda
þótt honum — eins og jafnan er um hvern ágætis- og
ttiannkosta-mann — væri þjóð hans fyrst og ríkast í
huga, þá voru þó ríkustu áhugamál hans mannkynsmál-
efni, enda var nafn hans víða kunnugt orðið úti um lönd
°g líklegt til meiri og minni áhrifa einnig þar.
„Dáinn, horfinn" — harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
Þér heyrið, kæru tilheyrendur, að í þessum orðum
er fólginn þrunginn harmur; undir hinu skáldlega máli
titrar djúpur strengur sorgarinnar, sem með samhljómi
sínum við hinar fögru ljóðlínur gefur þeim þann harma-
blæ, sem svo glögt hljómar frá þeim. — Þegar eg gjöri
þessi orð að einkunnarorði fyrir tilfinningum vorum á
þessari stund, þá er ]>að ekki af því að víst sé, að yður
afi öllum dottið þessi orð skáldsins í hug, er andláts-
fregnin barst yður, heldur af því, að hitt tel eg víst,
að strengurinn hafi verið til í hjörtum vor allra og þeg-
ar tekið að titra; harmhljómurinn kveðið við í sálum
vorum eitthvað líkt og vér fyndum, að nú hefði verulega
atakanlegur atburður gjörst í lífi voru.
„Dáinn, horfinn“ — harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
Ja, „mig dynur yfir“, eg vek athygli yðar á, að það
6 * neinu handahófi að þetta orð er notað, eða