Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 54
48
MOKGUNN
Og hann stendur oss fyrir sjónum sem sá fram-
úrskarandi kennari, er vér töldum hið mesta happ fyr-
ir þjóð vora, að eiga að leiðtoga og læriföður fyrir
hina uppvaxandi andlegu stétt, sem ekki gæti farið hjá,
að yrði fyrir hollum áhrifum af eldlegum áhuga hans
til sannleiksleitandi andlegs þroska og alvöru. Vildi
nokkur segja, að eg eða aðrir, sem ekki hlýddum á
hann frá kennarastóli, séum ekki fullbærir að bera um
þetta, þá væri það ekki með rökum sagt, því að ekki
þurfti annað en kynnast honum lítið til að skilja live
lifandi kennari hann væri; hann var jafnvel, hvar sem
hann fór, kennandi og má fara nærri um, hve vera mundi
þar sem hann átti að gegna því sem skyldustar.fi,
skyldu, sem víst mun hafa verið honum ljúf. Enda hafa
samkennarar hans og lærisveinar eldri og yngri, hver af
öðrum látið í ljósi þakklæti sitt og virðingu fyrir starfi hans
og þeir hinir yngri ætla að helga minningu hans næsta
blað af tímariti því, sem þeir gefa út. Er það fagur
vottur virðingar og ræktarsemi við hinn ástsæla kenn-
ara, lærisveinum hans sjálfum til sæmdar, um leið <>g
það má vera hugnæmur skerfur í þann sjóð endur-
minninga, sem þjóð hans mun geyma um hann. Um
lærdóm hans og þekking er alkunna og enginn efi.
Verður um það óbrotgjarnastur minnisvai'ði hin vand-
aða þýðing hans á biblíunni. Allar menningarþjóðir hafa
lagt hina mestu áherzlu á, að eiga vandaða þýðing
heilagrar ritningar; víða munu margir hafa að því unnið
og sé svo sem eg hygg, að þýðing vor standi þar hvergi
á baki, þá er það nær eingöngu verk hans, sem hann
vann af sínum meðfædda áhuga og elju og hugsaði lítt
um laun, enda hlaut þau lítil.
En svo mikið sem vert var um kennara hæfileika
hans og lærdómsstörf, þá ruddi hann sér rúm í erm
fleiri hjörtum og enn víðara úti um landið með kenni-
mannshæfileikum sínum, sem voru óviðjafnanlegir. Á
annan tug ára hefir hann fyrir áskorun og beiðni
Á