Morgunn - 01.06.1928, Síða 55
M 0 R G U N N
49
fjölmenns safnaðar, er um hann safnaðist, haldið uppi
guðsþjónustum, sem hafa verið afar fjölsóttar, enda
ekki leikið á tveim tungum að hann bæri af öllum í
prédikunarstarfinu, án þess með því sé nokkrum öðrum
niðrað eða kinnroði gjörður. Mun oss öllum verða það
sár og tilfinnanleg viðbrigði er rödd hans nú er hljóðn-
uð, oss, sem höfum um margra ára skeið setið undir
prédikunarstól hans og hlýtt á hann ætíð í grípandi,
íögru máli og oft með hrífandi mælsku taka til með-
ferðar vandamál mannlífsins og tilverunnar og tala um
dásemdir guðs, með bjartsýni og óbifandi trú á sigur hins
goða í manneðlinu, en eigi að síður uppörfandi og
aminnandi um alvöruna og ábyrgðina, sem á hverjum
Rianni hvílir, að nota lífið til undirbúnings undir æðra
tilverustig, ör á að leiða í ljós nýjan sannleika, þótt
það kostaði að brjóta niður gamlar kennisetningar, sem
ekki gætu staðist, og þótt hann yrði fyrir aðkasti fyrir
vantrú og rangar kenningar, hann sem mat ])að mest
af öllu að hafa sterka trú og óbifandi guðs traust, og
lifa fögru og góðu lífi og taldi það lífsköllun sína að
Rtuðla að því. Eg hefi á þessum síðustu dögum bæði
skriflega og munnlega fengið margan vott frá stöðug-
um ^ilheyrendum hans um að þeim væri óbærileg hugs-
un’ aÖ vera svift guðsþjónustum hans, sumir viljað láta
halda áfram starfinu, þótt ekki nyti hans snjöllu raddar
engur við, þá samt í frjálslyndum anda hans og til
íninningar um hann; aðrir látið sér um munn fara, að
nu mundi fækka kirkjugöngum þeirra. Og tíðast var
það, að ætti einhver öðru að sinna á sama tíma, þá var
m í skotið á frest til að missa ekki af „Haraldsmessu‘%
sem venja var að kalla svo. Það var ekki hversdags-
egt, sem bæta mátti upp þegar vildi; skoðað í hvert
Slnn a^burður, sem tilheyrendur hans vildu ekki fara
varhluta af.
^ í sambandi við prédikunarstarf hans og af sama
°ha spunninn var áhugi hans fyrir öllum mannúðar-
4