Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 56
50
MORGUNN
málum. Eg get ekki bundist, að nefna þar að eins þátt-
töku hans í baráttunni gegn áfengisbölinu. Það var hon-
um svo óumræðilega ljóst, hversu óhemjulegatakmarka-
laust það böl væri, að hans sterki vilji og brennandi
sannfæring hlaut að reisa sig þar á móti; hann hlaut
með sama áhuga og í öllu öðru, að berjast gegn því,
bæði með áhrifaríkum og óhrekjandi rökum og með
þátttöku í framkvæmd og starfsemi.
Eg verð að takmarka mál mitt. En eg á eftir síðast
en ekki sízt að nefna þá starfsemi hans, sem er fyrsta
orsök þess að vér erum hér saman í kvöld til þess að
gjöra oss helga og hátíðlega minningu hans, gjöra oss
hana enn hugstæðari og blessunarríkari. — En það er
starf hans fyrir sálarrannsóknirnar. Ásamt forseta fé-
lags vors Einari H. Kvaran, sem var fyrsti brautryðjandi
þessa máls hér á landi, var hann annar aðalstofnandi
félags vors, og þeir tveir lífið og sálin í félaginu, þeir
tveir barist fyrir því hlið við hlið, barist gegn mótþróa,
hleypidómum og háði, og ekkert látið á sig fá, engu
sint, nema að leiða í ljós sannleikann í málinu fyrir
sjálfa sig og aðra. Og löngu sannfærður eins og hann
var orðinn, búinn að afla sér fullrar vitneskju um
sannleika málsins, hefir hann hátt upp í mannsaldur
varið starfskröftum sínum óþreytandi til að gjöra aðra
hluttakandi í þeirri dýrðlegu vissu, sem hann var orðinn
aðnjótandi. Það var ekki af því að hann skorti trú.
Hann var sjálfsagt að eðli og uppeldi gagntrúaður
maður; en hann vissi, að efnishyggjan réð mestu hjá
mönnunum og var því til fyrirstöðu, að kristindómur-
inn fengi mótað mannlífið, svo að jafnvel þrátt fyrir
hann, gátu önnur eins ósköp dunið yfir kristinn heim,
eins og styrjöldin mikla, önnur eins ógrynni af sorg,
sem fóru í kjölfar hennar. Hann vissi, að ekkert gat
grynt á þeirri sorg, eins og sannanirnar fyrir framhaldi
lífsins. Hvílík óumræðileg huggun að fá þá vissu fyrir