Morgunn - 01.06.1928, Page 90
84
M 0 R G U N N
góða stund. Því næst er skjöldurinn lagður aftur ofan
á borðið.
Nú ríkir alger þögn fimm mínútur. Alt í einu birt-
ast mörg og skær ljós bak við miðilinn. Þau dreifast út
í allar áttir. Eg tek eftir þyrping af ljósum, sem sveifl-
ast fram og aftur; því næst beinni línu af jafnbjörtum
ljósum og röð af aflöngum ljósum, en yfir þeim sveim-
ar fosfór-kend þoka. Ljósin hreyfast ótt fyrir aftan
mig; því næst flytjast þau milli mín og Okolowicz
ofursta.
Skjöldurinn á borðinu er gripinn. Okolowicz ofursti
finnur, að einhver kyssir hann. Eg sé greinilega arm
kring um háls hans og höfuð upp við höfuð hans. Eg
kem auga á lýsandi hönd, sem gerir krossmark á enni
hans. Ofurstinn segir mjög hrærður, að hann þekki
móður sína. Veran kemur að mér og sýnir mér höfuð
sitt og hendur upplýst af skildinum. Eg gat ekki séð
andlitsdrættina vel. Á höfðinu er eins konar smá-ullar-
sjal. Á þessu augnabliki tekur veran í hægri hönd mína
og færir hana upp á höfuð sér, til þess að eg geti
þreifað á höfuðbúningnum. Mér finst hann vera úr
fremur grófri ull. Menn taka eftir því, að sérstaka lykt
leggur af þessari veru — ilmur af rósum og ozone
sameinað.
Með kynlegri fastheldni fær veran mig til að horfa
fremur á sjalið en andlitsdrættina framan í sér.
Eg finn, að veran skipar sér fyrir aftan mig, hún
tyllir báðum höndunum á stólbakið, eins og hún sé að
þreifa fyrir sér í myrkrinu; því næst snýr hún aftur til
Okolowicz. Eg hefi alveg ákveðna tilfinning af því, að
þetta sé lifandi vera. Loks er skjöldurinn lagður aftur
á borðið, og alt hættir. Það er komið undir miðnætti.
Miðillinn fær hikstakast. Tilraunafundurinn er úti.
Kluski er dauð-uppgefinn og er lagður á sófa.“
Ef þér eruð ekki orðin of þreytt að hlusta á mig,
langar mig að lesa upp fyrir yður eina fundarskýrslu