Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 93
M0R6UNN
87
6. fundarmanni og kysti hann mjög innilega. Þessi
fundarmaSur lýsti yfir því, að hann væri í alls engurn
efa um að hann þekti hér vin sinn Casimir Minkiewicz
höfuðsmann. Þrátt fyrir margar bænir, vildi hann ekki
sýna sig neinum öðrum fundarmanna. Þegar 6. fundar-
niaður spurði hann, hvar hann hefði dáið, heyrðist orð-
inu „Mourman" hvíslað greinilega. Höfuðsmaðurinn
hafði líka dáið við Mourman.
Óðara en skjöldurinn hafði fallið ofan á borðið,
var honum lyft upp aftur og lýsti nú upp mynd pólsks
liðsforingja við hliðina á 4. fundarmanni. Fundarmaður
þessi þekti þar einn af félögum sínum, Vladimir Lapiski,
sem dó 1918. Hinir fundarmennirnir báðu þessa veru
að sýna öllum fundarmönnum sig, en hann svaraði mjög
greinilega með því að hvísla hátt svo miklum skammar-
yrðum, að þau eru ekki hafandi eftir, en óneitanlega
kældu þau forvitni fundarmanna.
Eftir fáein augnablik sást gagnsæ, lýsandi hönd,
nieð björtum silfurkrossi í lófanum. Hönd þessi sveif
yfir borðinu, en hvarf því næst úti í miðju herberginu,
bak við fundarmanna-hópinn. Skömmu síðar var skjöld-
urinn hafinn á loft og lýsti upp höfuð og axlir gamallar
konu með grátt hár — og var höfuðið að nokkru leyti hul-
ið kniplingasjali. Fjórði fundarmaður sagði nú upp hátt,
að hann þekti þarna látna móður sína. Veran kysti
hann því næst hvað eftir annað mjög innilega; gekk
síðan kringum allan hringinn og nam staðar hjá sér-
hverjum fundarmanna; því næst blessaði hún yfir þá
°S gerði krossmark. Loks sýndi hún tvisvar höndina á
sér upp við bjartan skjöldinn og hvarf síðan.
Nú kom höfuð og axlir ungrar dökkhærðrar konu
1 ljós við hliðina á 4. fundarmanni. Hún var með slegið
kár, og féll það niður beggja megin við andlitið. Þessi
vera virtist gráta beisklega; og þrisvar sinnum hallaði
hún sér upp að hægri öxlinni á 4. fundarmanni. Bjart-
ur skjöldurinn lýsti hana greinilega upp. Hún sýndi