Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 101
M O B 6 U N K
95
sama við miðilinn, til þess að girða fyrir ill eftirköst,
þegar truflandi veru hefir verið leyft að nota hann.
Sumir lesendanna kunna að hafa gaman af því, að
nokkuð sé sagt gjörr af miðilsgáfu frú Duke. Frú Duke
er mentuð kona og valkvendi. Hún er eins og fólk er
flest, með heilbrigðan hugsunarhátt og líkamlega heilsu-
hraust. Hún annast heimilið fyrir mann sinn og dótt-
ur. Áður en hún giftist, kendi hún í skólum. Fyrir eitt-
hvað átta árum misti hún bróður sinn og þá byrjaði
hún að verða vör við áhrif, og henni var þrýst til að
skrifa ósjálfrátt eða öllu heldur eftir innblæstri. I
skriftinni lcomu tákn ákveðins, alkunns flokks framlið-
inna manna og skeyti, sem sögðu sig að vera frá dr.
Hyslop. Fullyrti hann, að hún mundi verða notuð til
mjög mikilvægs starfs, ef hún vildi vera hlýðin og leyfa
flokknum að þroska miðilshæfileikann eins og þeir ósk-
uðu. Þegar hún hafði um skeið farið eftir þeim bending-
um, var henni sagt að skýra dr. Bull frá þessu.
Þegar eg byrjaði fyrst að hraðrita á tilraunafund-
unum, tók eg eftir því, að frú Duke hneig aldrei í sam-
bandsástand, og þótt augun lokuðust, var hún sér með-
vitandi um boðskap þann, er hún var látin flytja. Hún
skynjar áhrifin að hapdan fyrir dulskygni, dulheyrn og
hughrif. Hún getur ávalt hrundið frá áhrifum, sem
slæðast kunna inn í vitund hennar og ekki koma því
efni við, sem þá er verið að ræða um. Þetta gerir svo
merkilega gott samhengi í fundarskýrslunum. Eitt liið
undrunarverðasta í þessu sambandi er, að þótt hún
haldi fund með tveim sjúklingum sama kvöldið, þá
ruglast aldrei sjúkdómseinkenni, umhverfi og verur
annars saman við hins. Hjálpendurnir hinumegin segja
oss, að þeir undirbúi. það fyrir fram, sem talað er í
gegn um frú Duke, til þess að forðast rugling og tíma-
eyðslu. Þetta staðfesta fundarskýrslurnar áþreifanlega.
Sambandsaðferðinni hefir verið breytt, síðan eg
tók að rita fundarskýrslurnar. í fyrstu lýsti miðillinn