Morgunn - 01.06.1928, Page 102
M 0 R G U N N
96
áhrifum þeim, sem hún varð fyrir, með sínum eigin orð-
um. En í apríl síðastliðið ár var okkur sagt af einum
hjálpendanna, að þeir hefðu verið að undirbúa nýja að-
ferð, er þeir nefndu „speech control“ (þ. e. talhemil).
Var hún fólgin í því, að miðillinn flytti skeyti þeirra
orðrétt, enda þótt þeir yrðu að takmarka sig meira eða
minna við orðaforða hennar. Þessi tilraun hefir gefist
mjög vel, þótt einstaka orðatiltæki séu auðsjáanlega af
hennar toga spunnin. Með þessari aðferð verður miðils-
talið betur íhugað og meira samhengi í niðurröðun
setninganna, og inn í skeytin berst ekkert af óviðkom-
andi áhrifum.
Sumar sjúkdómslýsingar, sem fengist hafa hjá
þessum miðli, hafa verið mjög eftirtektarverðar. Um
einn sjúklinginn sagði skeytasendandinn, að hann þjáð-
ist af bólgu í innýflunum, sem tálmaði fullkomnum bata
á geðtrufluninni. Sjúklingnum var með öllu ókunnugt
um nokkur einkenni, er bæru vott um slíkan sjúkdóm.
Dr. Bull sá engin merki, er gæfu honum ástæðu til að
gruna slíkt. En þar sem þörf mundi á að láta sérfræð-
ing skoða sjúklinginn, ef hann þjáðist af þessum sjúk-
dómi, þá sendi hann sjúklinginn á sérstaka lækninga-
stofu, og beiddist þess að hann værj rannsakaður.
Skeytasendandinn varaði dr. Bull við því, að sá læknir,
er fyrst myndi rannsaka sjúklinginn, mundi gjöra það
mjög lauslega, og mundi segja honum að ekkert væri
að; að hann yrði að fara aftur á lækningastofuna og
biðja um nýja rannsókn, og að þá mundi eldri maður
en í fyrra skiftið rannsaka sjúklinginn mjög lauslega
cg hlæja að honum fyrir að ímynda sér að eitthvað
gengi að honum. Skeytasendandinn sagði, að dr. Bull
yrði þá að senda sjúklinginn til læknis, sem rak lækn-
ingar án embættis. Sá mundi senda honum skýrslu, sem
staðfesti sjúkdómslýsinguna hjá frú Duke, og taka sjúk-
linginn að sér til lækninga. Alt þetta reyndist rétt. Sjúk-
lingurinn fór tvær ferðirnar til lækningastofunnar. Bæði