Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 109
M 0 RU U N N
103
En })ó að sú ritgjörð hans væri í öðrum efnum fróðleg
og góð, þá fór hann mjög fljótt yfir sögu um örðugleik-
ana. Nú hefir kona hans, frú Salvör Ingimundardóttir,
samið frásögn um þessa örðugleika. I mínum augum er
]>essi ritgjörð hennar með afbrigðum merkilegt sálar-
rannsóknaskjal, töluvert merkilegra en sumt af því, sem
lærðu spekingarnir hafa verið að segja í París á alþjóða-
fundi sálarrannsóknarmanna. Eg ætla nú að lesa frá-
sögnina, og eg geng að því vísu, að þið hlustið öll á hana
með athygli og samúð.
Frásögn frú Salvarar Ingimundardóttur.
Tilefnið til þess, að eg segi frá því, sem hér fer á
eftir, er það, að ýmsir hafa spurt mig, hvort maðurinn
minn muni ekki vera svo heilsulítill sem hann er, vegna
þess að hann sé að fást við miðilstilraunir. Eg hefi ávalt
neitað þeirri spurningu. Það er sannfæring mín, að það
sé að einhverju miklu leyti vegna þessara tilrauna, að
hann hefir fengið þá heilsu, sem hann hefir. Hún er auð-
vitað völt enn. En hún hefir farið batnandi. Ef menn at-
huga það, sem eg hefi um það að segja, hvernig heilsu
hans var háttað, áður en tilraunirnar hófust, og svo það,
hvernig nú er ástatt, þá geri eg ráð fyrir, að margir
rtiuni kannast við það, að þessi sannfæring mín sé reist
á nokkurri reynslu.
Eg kyntist manninum mínum fyrst árið 1917. Eg var
þá hjúkrunarkona á sjúkrahúsi á Patreksfirði. Þangað
kom hann sem sjúklingur. Mér virtist hann einkennilegasti
sjúklingurinn, sem eg hafði séð. Þegar eg tók á móti hon-
um og ætlaði að fara að hjálpa honum úr fötunum, var
hann illur viðureignar og vildi ekkert af mér þiggja. Hann
er þá að tauta hitt og annað, sem eg gat ekkert áttað mig
á, hvað var. Eg hélt fyrst, að hann hlyti að hafa háan
bita og væri með óráði. En hann reyndist hitalaus, og
eg gat ekki sett þetta undarlega atferli í samband við
það, sem að honum gekk — sem var ofþreyta í bakinu..