Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 111
M 0 R G U N N
105
Mannsefnið kom af skipi heim til mín í spítalann á Pat-
reksfirði til þess að heimsækja mig. Við vorum að tala
saman inni í stofu. Alt í einu stendur hann upp, reiðir
hnefann eins og til höggs, og skipar einhverjum,, sem eg
sé ekki, að fara tafarlaust út; hann ætti ekkert erindi
þangað, og hann fengi sig ekki út. Lyklar lágu á borðinu
hjá mér. Hann þreif þá, og sagði, að þeir skyldu í haus-
inn á þessum, sem hann var að tala við, ef hann færi
ekki út undir eins. Eg fór að tala við hann, spurði, hvað
að honum gengi, og hvers vegna hann væri svona. En eg
fékk ekkert svar. Litlu síðar skall hann aftur á bak á
legubekk, og virtist ])á vera meðvitundarlaus. Eg man
ekki, hvað lengi hann var í þessu meðvitundarleysis-
ástandi. En nokkuru síðar raknaði hann við, og var þá
máttfarinn. Eg afstýrði því, að hann færi út á skipið um
kveldið og bjó um hann í einu sjúklingarúminu. Morg-
uninn eftir sagðist hann vera frískur. Eg skildi ekkert í
þessu, og hélt, að yfir hann hefði liðið. Þá hafði eg ekk-
ert kynst því, sem nefnt hefir verið dularfull fyrirbrigði.
Frá þessum tíma til 1919, ])egar eg kom til Reykja-
víkur, varð eg einskis vör í þessu efni, enda vorum við
ekki samvistum nema endrum og sinnum, örstutt í hvert
skifti.
Svo var ]>að veturinn 1919—20. Við áttum þá bæði
heima hér í bænum, en vorum ógift og sitt í hvoru húsi.
Einu sinni kom maðurinn, sem hann leigði hjá, heim til
mín með miklum asa, og biður mig að koma með sér
tafarlaust, því að eitthvað mikið sé að Andrési. Nokkuru
seinna sagði þessi maður mér, að hann hefði þá haldið
að Andrés væri að deyja. Eg átti örðugt með að fara út,
því að eg var að stunda veikan sjúkling, og spurði hann,
hvort svo mikið lægi á, að eg mætti ekki láta þetta drag-
ast til kvöldsins. Hann þverneitaði öllum drætti, sagði, að
eg yrði að koma strax. Eg fór þá heim þangað sem
Andrés var. Hann lá þar á rúmi, með opin augun, eins
og hann væri að stara út í bláinn, svaraði engu, ])egar