Morgunn - 01.06.1928, Síða 114
108
M 0 R G U N N
en hann fór í rúmið, en venjulega gat hann það ekki.
Hann var svo máttfarinn, að hann misti það úr hendinni,
sem hann hélt á, og eins sagðist hann engu geta niður
komið, því að það stæði fast í hálsinum. Mjög lítið gat
hann við mig talað, sagðist bara svo þreyttur, en annað
væri ekki að sér. Eg reyndi þá að koma honum í rúmið
og þvo hann þessi kvöld. Hann bað mig venjulega að
vera hjá sér, því að hann væri svo hræddur við þessa
menn. — „Hvaða menn?“ spurði eg. — „Nú, þessa menn,
sem alt af eru að elta mig og tæta mig sundur". —
„Hvaða menn eru það?“ sagði eg. Venjulega svaraði
hann þá gremjulega, að það væru „þessir menn“; eg
vissi það líklega; það væri alveg fult herbergið; hann
gæti ekki andað; eg yrði að opna glugga — þó að glugg-
inn væri opinn. Eins var hann þá oft hræddur; eg yrði
að halda í höndina á sér og gæta þess, að þeir færu ekki
með sig. Hann hljóðaði þá venjulega upp, og sagði, að
þeir ætluðu að taka sig, hvað sem hann segði, og tæta
sig sundur. Andlit hans varð ])á æfinlega angistarfult
ásýndum og ]>jáningarlegt, að mér sýndist.
Með tvennu móti varð ástand hans, eftir það sem eg
hefi nú frá sagt. Sum kvöldin lá hann alveg hreyfingar-
laus, og gat eg ekki heyrt andardrátt hans, hvað vand-
lega sem eg hlustaði eftir honum. Eg var ekkert hrædd
við það, því að eg sá þá ekki annað en að honum mundi
líða vel ]>á stundina. En eftir nokkuð langan tíma fanst
mér hann vera farinn að sofa eðlilegum, rólegum svefni.
Og vandræðalaust var mér þá að vekja hann að morgni,
þegar hann þurfti að fara til vinnu sinnar, og ])á kvart-
aði hann nærri því aldrei um ]>reytu.
Hitt ástandið var þveröfugt, og nú ætla eg að skýra
frá því. Hann var þá ókyr, skammaðist við eitthvað, sem
eg vissi ekki hvað var, söng parta úr lögum, blístraði,
blótaði og hrækti; og stundum átti eg fult í fangi með
að halda honum í rúminu. Ekki gat eg fengið hann til
þess að svara mér, þó að eg reyndi að tala við hann. í