Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 115
M 0 R G U N N
109
þessu ástandi var hann oft margar klukkustundir. Stund-
um vaknaði hann upp frá þessum ósköpum, og kvartaði
þá um, að sér væri svo ilt, að hann gæti ekki hreyft
höfuðið, sagði, að sér fyndist hann allur í sundurlausum
pörtum og sumir partarnir svo stórir, eða að annar fót-
urinn væri tveir fætur; mætti ekki minna vera en að þeir
skiluðu sér öllu aftur, úr því að þeir ætu sig ekki alveg.
Líka sá hann þá oft hvítklæddar verur og mann, sem
hann sagðist hálfpartinn þekkja, en mundi ekki, hver
var. Oft var hann líka að skipa hinum og öðrum út,
sagðist ekki vilja hafa hann inni. Enn fremur spurði
hann mig, hvort eg heyrði ekki söng, sem eg auðvitað
heyrði ekki. Frá þessum ósköpum sofnaði hann svo, en
lítt mögulegt var mér að vekja hann til vinnu morgun-
inn eftir, hvernig sem eg reyndi, og fyrir kom það, að
eg gafst alveg upp við það. Yenjulega vaknaði hann
með sáru veini, sagðist vera svo veikur, svo ilt í hnakk-
anum, og stundum sagðist hann ekki vera þetta sjálfur.
Þó að hann færi að fara í fötin, virtist mér það stundum
ósjálfrátt káf, því að oft varð eg að hjálpa honum til að
klæða sig. Líka kvartaði hann undan því, að hann kæmist
ekki í klossana, sem hann gekk í til vinnu, því að fótur-
inn á sér væri svo stór; eða þá að hann hélt, að eg hefði
sinn rétta fót í öðru herbergi og skipaði mér að sækja
hann. Eftir þessar nætur fanst mér hann ekki vera orð-
inn eins og hann átti að sér, þegar hann kom heim til
miðdegisverðar, daufur og kveitulegur.
Oft sagði hann mér þá, að hann hefði séð hitt og
annað, sem hann nefndi, á leiðinni í vinnu. Og einu sinni
var það um morgun eftir eina slíka nótt, að honum
sýndist alt hverfa, sem honum var kunnugt. Hann vissi
þá ekki, hvar hann var staddur, en til hans kom maður,
sem hann þekti ekki, og rétti honum band með áletruðum
orðum og mannanöfnum og lét manninn minn rekja það
upp í hönd sína. Ekki gat hann skilið, í hverjum tilgangi
maðurinn léti hann gera þetta, né heldur skildi hann