Morgunn - 01.06.1928, Side 116
110
IVl O K G U N N
það, sem á bandið var letrað, þangað til hann sá sitt
nafn. Þá slitnaði bandið sundur og maðurinn minn stóð
í sömu sporum og hann var í, þegar umhverfið hvarf
honum. Einn félagi hans, sem líka var að fara í vinnu,
sló þá á öxlina á honum, og spurði hann, hvers vegna
hann stæði þarna eins og bjáni.
Hann var líka mikið undir skygni-áhrifum þennan
vetrartíma. Lítið vildi hann segja mér af því, sem hann
sá. Mér virtist hann afar-tortrygginn gagnvart mér;
hann sagði, að eg segði frá þessu, sem ekkert væri ann-
að en tóm vitleysa og ekki neitt. Ekki trúði hann því.
heldur, að örðugt væri að vekja hann, né heldur neinu,
sem eg sagði honum af þessu ástandi hans. Hann hefði
víst bara dreymt illa, og víst gætu ekki verið nein vand-
ræði með sig.
Oft kom það fyrir, þegar við vorum að tala saman,
að hann hætti að anza mér, og þó gat eg ekki betur séð,
en að hann væri vakandi. Stundum kom þetta fyrir, þó
að gestir sætu inni hjá okkur, að alt í einu þagnaði mað-
urinn minn og svaraði engu. Mikið ]>ótti mér þetta leið-
inlegt, eins og fleira af því, sem eg hefi nú sagt frá. Mér
datt eins oft í hug, að þetta stafaði frá geðbilun, eins og
hitt, að um dulræn áhrif væri að ræða, og var eg þó full-
komlega farin að halda, að um slíkt væri að tefla. Að
sumu leyti þótti mér vænt um, ef svo væri, en hina stund-
ina hræddist eg það alt saman.
Alt af var eg að spyrja hann um eitthvað þessu við-
komandi, en græddi oft lítið á því, eins og eg hefi frá
sagt. Eg sagði honum meðal annars, að mér þætti svo
leiðinlegt, hvað hann væri undarlegur, að stundum þegar
gestir kæmu, hætti hann alt í einu að anza, og þeir hefðu
á orði, þessir kunningjar mínir, að þeir gætu helzt ekki
komið til mín, ef maðurinn minn væri heima; hann væri
svo undarlegur. Hann sagði mér þá, að þó að hann heyrði
til mín, eða annara, sem við hann töluðu, og sæi okkur,
þá gæti hann ekki með neinu móti anzað, því að ákafinn