Morgunn - 01.06.1928, Side 117
MORGUNN
111
væri svo mikill í liinum að tala við sig, að hann gæti
ekkert sagt. — „Hverjir eru þessir hinir?" spurði eg. —
„Nú, þessir dauðu“, sagði hann þá.
Þannig leið tíminn fram yfir hátíðir, svipað því,
sem eg hefi nú frá sagt. En eftir það fóru þessi miklu
óþægindi í svefni fremur að strjálast. Hann varð þá líka
atvinnulaus, svo að ekki þurfti að vekja hann á morgn-
ana, og hann fékk að njóta svefns, þar til hann vaknaði
sjálfur.
En þá var það líka oft, þegar hann kom heim, eftir
að hafa farið niður í bæ, að eg heyrði hann vera að bjóða
mönnum að gera svo vel og koma inn, þó að hann væri
einn. Þegar eg spurði hann, hverjum hann væri að bjóða
inn, sagði hann, að það hefði verið kunningi sinn eða
kunningjar, og oft var það, að hann sagði: „Pétur, þú
kemur inn. Ætlar þú ekki að koma inn?“ Um þennan
„Pétur“ og afskifti þau, sem manninum mínum fanst
hann verða var við af hans hálfu, mætti rita langt mál.
Hann var vinur mannsins míns og þá nýdruknaður.
Stundum var það, ]>egar hann kom heim svona á sig kom-
inn, að hann féll í meðvitundarleysis ástand. En líka kom
það fyrir, og mikið oftar, að hann lagði sig út af og
kvaðst vera svo máttlaus. Alt af var hann þá fáorður.
Einu sinni þurftum við að fá okkur stúlku til hjálp-
ar, því að eg lá á sæng. Við fengum hana, og hún lofaði
að vera hjá okkur nokkura daga, en ætlaði að sofa heima
hjá mömmu sinni. Stúlkan var hjá okkur einn dag. Morg-
unin eftir kom hún ekki. Maðurinn minn fór þá heim til
hennar, til þess að fá að vita, hvernig á því stæði, að
hún hafði ekki komið. Móðir hennar sagði honum ])á, að
hún fengist ekki með nokkuru móti til þess, og þætti sér
það leiðinlegt. Ekki væri til neins að nefna við hana að
fara, því að hún hefði orðið svo hrædd við hann daginn
áður. Og stúlkulaus varð hann að fara. Eg vissi það, að
hann hafði verið undir áhrifum þennan dag, hafði dottið
niður á gólfið, þar sem stúlkan var við vinnu sína, og