Morgunn


Morgunn - 01.06.1928, Page 117

Morgunn - 01.06.1928, Page 117
MORGUNN 111 væri svo mikill í liinum að tala við sig, að hann gæti ekkert sagt. — „Hverjir eru þessir hinir?" spurði eg. — „Nú, þessir dauðu“, sagði hann þá. Þannig leið tíminn fram yfir hátíðir, svipað því, sem eg hefi nú frá sagt. En eftir það fóru þessi miklu óþægindi í svefni fremur að strjálast. Hann varð þá líka atvinnulaus, svo að ekki þurfti að vekja hann á morgn- ana, og hann fékk að njóta svefns, þar til hann vaknaði sjálfur. En þá var það líka oft, þegar hann kom heim, eftir að hafa farið niður í bæ, að eg heyrði hann vera að bjóða mönnum að gera svo vel og koma inn, þó að hann væri einn. Þegar eg spurði hann, hverjum hann væri að bjóða inn, sagði hann, að það hefði verið kunningi sinn eða kunningjar, og oft var það, að hann sagði: „Pétur, þú kemur inn. Ætlar þú ekki að koma inn?“ Um þennan „Pétur“ og afskifti þau, sem manninum mínum fanst hann verða var við af hans hálfu, mætti rita langt mál. Hann var vinur mannsins míns og þá nýdruknaður. Stundum var það, ]>egar hann kom heim svona á sig kom- inn, að hann féll í meðvitundarleysis ástand. En líka kom það fyrir, og mikið oftar, að hann lagði sig út af og kvaðst vera svo máttlaus. Alt af var hann þá fáorður. Einu sinni þurftum við að fá okkur stúlku til hjálp- ar, því að eg lá á sæng. Við fengum hana, og hún lofaði að vera hjá okkur nokkura daga, en ætlaði að sofa heima hjá mömmu sinni. Stúlkan var hjá okkur einn dag. Morg- unin eftir kom hún ekki. Maðurinn minn fór þá heim til hennar, til þess að fá að vita, hvernig á því stæði, að hún hafði ekki komið. Móðir hennar sagði honum ])á, að hún fengist ekki með nokkuru móti til þess, og þætti sér það leiðinlegt. Ekki væri til neins að nefna við hana að fara, því að hún hefði orðið svo hrædd við hann daginn áður. Og stúlkulaus varð hann að fara. Eg vissi það, að hann hafði verið undir áhrifum þennan dag, hafði dottið niður á gólfið, þar sem stúlkan var við vinnu sína, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.