Morgunn - 01.06.1928, Síða 119
M 0 R G U N N
113
stafaði frá einhverjum kynlegum sjúkdómi. Líka bað eg
hann oft að lofa mér að lýsa þessu öllu fyrir prófessor
Haraldi Níelssyni eða Þórði Sveinssyni lækni. En hann
neitaði þessu öllu harðlega og vildi ekki heyra það nefnt,
að á þetta væri minst við nokkurn mann — og sízt að
hann vildi láta fara að drasla sér*inn að Kleppi og gera
sig þar að vitfirring. Sama var að segja um að leita til
síra Haralds Níelssonar. Maðurinn minn áleit það alt
mestu fjarstæðu, sem að dulrænni starfsemi laut — blátt
áfram tóma vitleysu og óleyfilegt athæfi. Það skyldi
aldrei fyrir koma, að eg fengi sig til að tala við þessa
menn, eða láta þá eiga við sig. Svo að sízt var það á
rökum bygt hjá þessum húseiganda, sem eg hefi getið um,
að hann vildi ekki leigja manninum mínum, af því að
hann væri ,,við ])essa andatrú“, eins og ]>að var stund-
um orðað.
Eftir 2 árs samvistir okkar misti hann heilsuna.
Hann lá ]>á fyrst nokkura mánuði heima, og ]>á varð eg
]>ess lítið vvör, að hann væri undir áhrifum. Ekki nefndi
hann heldur, að hann sæi sýnir, eftir að hann var kominn
í sjúkrahús, haustið 1924. Hann var þá fyrst í Lan.dakots-
spítalanum, en fór á heilsuhælið á Vífilstöðum 6. apríl.
í júlímán. var hann þar töluvert mikið veikur, en þegar
]>að gerðist, sem eg ætla nú að segja frá, var honum farið
að líða mikið betur af lífhimnubólgunni, sem var sjúk-
dómurinn er að honum gekk. Eg kom þá í heimsókn til
hans, eins og eg hafði áður gert. Eg hafði setið nokkuð
^engi hjá honum og talað við hann, og hann hafði verið
vel hress og glaður, eins og hann var æfinlega, þegar eg
h°m að finna hann. Alt í einu hætti hann að tala við
mig. Eg sá ]>á, að það var eins og áður, að hann var að
homast undir áhrif. Hann lá á 6 manna stofu og sjúkling-
ur var í hverju rúmi, svo að ekki varð hjá því komist,
að þeir yrðu varir við þá breytingu, sem alt í einu var
orðin á manninum mínum. Þeir héldu að eitthvað mikið
væri að. Sumir hugðu hann vera að deyja. Eg reyndi að
8