Morgunn - 01.06.1928, Page 120
14
MORGUNN
gera þeim það ljóst, að ekkert væri ísjárvert við þetta;
þetta hefði svo oft komið fyrir, meðan hann hefði haft
heilsu. Ef hann fengi að eins að vera í friði, mundi þetta
jafna sig bráðlega. En þessar fortölur mínar urðu alveg
árangurslausar. Þeir hringdu allir í ósköpum, dauða-
hringing sem kölluð er. Og yfirhjúkrunarkona deildar-
innar kom þjótandi inn og spurði, hvað um væri að vera.
Eg sagði henni það sama sem eg hafði sagt sjúklingunum
— hann væri vanur að fá þetta og bezt væri að lofa hon-
um að vera í friði. Hún sinti ekki orðum mínum fremuv
en þeir og sendi tafarlaust eftir aðstoðarlækni hælisins.
Hann kom á svipstundu, og taldi bezt að gefa honum inn
einhverja tiltekna dropa; þá mundi þetta lagast. Mér þótti
alt þetta umstang leiðinlegt, en félck engu um þokað. Eg
sá, að manninum mínum fór að líða illa, þegar farið var
að reyna að fá hann til að taka inn meðalið. Hann reyndi
með öllu móti að skyrpa því frá sér. Þegar hætt var við
tilraunina til þess að koma því ofan í hann, fór honum
auðsjáanlega að líða vel, en vaknaður var hann ekki,
þegar eg varð að fara út úr stofunni. Þessi áhrif höfðu
þorrið með heilsuleysi hans. Mér þótti vænt um, að þau
komu nú, þrátt fyrir alla þá örðugleika, sem þau höfðu
valdið mér, af því eg tók þau sem batamerki.
Eg talaði um ]ætta við hjúkrunarkonuna, sagði
henni, að hann hefði svo oft verið svona, áður en hann
misti heilsuna, og mér hefði virzt bezt að lofa honum þá
að njóta næðis. Og eg óskaði þess innilega, að hún gerði
það, ef þetta kæmi aftur fyrir. Eg áleit hættulaust, eftir
reynslunni, að láta þetta afskiftalaust, en eg var ekki
sannfærð um að hitt væri jafn-lítil áhætta að fara að
„lækna“ hann af þessu og gefa honum inn meðul, meðan
hann var í þessu ástandi. Hún játaði því, sem eg sagði
henni. En eg fann, að hún tók ekkert mark á því. Seinna
talaði eg við aðstoðarlækninn um þetta sama. Hann tók
öllu vel, en sagði, að þetta væri svo vanalegt með svona
sjúklinga, og það jafnaðist aftur bráðlega. Ekki sagði