Morgunn - 01.06.1928, Síða 121
M 0 R G U N N
115
hann mér, af hverju þetta stafaði, en gott væri að gefa
honum inn, til þess að hann fengi ró. Eg fann, að eg
græddi ekkert á því að tala meira um þetta mál.
Skömmu síðar var hann fluttur á aðra stofu. Þar
var hann með sjúklingum, sem skildu það betur, sem
hann var frábrugðin öðrum mönnum. Og hann fór að
frískast. Þegar heilsan batnaði, fór hann að fá skygnina
aftur. Hvað mikið meira hefir komið af því, sem gerst
hafði hjá honum óvenjulegt, er erfitt að segja; frá því
getur hann ekki sjálfur skýrt, þar sem alt gerðist, án
þess að hann vissi af því. En áreiðanlega fór hann nokkr-
um sinnum í trance, og fólkinu þótti hann ,,undarlegur“.
Yfirlæknirinn vissi það og lét hann sjálfráðan um atferli
sitt. Maðurinn minn var og er honum og þeim báðum
læknunum, mjög ]>akklátur fyrir það og alt annað, sem
hann hefir haft af þeim að segja, eins og yfirleitt fyrir
alla þá veru sína á Vífilsstöðum — og þá ekki síður
Matth. Einarssyni lækni, sem hefir stundað hann af svo
mikilli alúð hér í bænum. Sumar sýnir hans á hælinu
voru stórmerkilegar, sérstaklega fjarsýnir. En eg ætla
ekki að lengja þetta mál með því að skýra frá þeim. Það
getur hann betur gert en eg.
Hann var rétt ár á Vífilstöðum. Lengur gat hann
eltki fengið þar að vera, af því að hætta var eklti talin
stafa af honum fyrir aðra menn. En þegar hann kom
heim aftur, fór að brydda á hinum óreglulegu og viðsjálu
áhrifum, sem eg hefi sagt frá, að kent hafi áður en hann
veiktist. Þau urðu ekki jafn-tíð þetta sumar, eins og þeg-
ar mest hafði að þeim kveðið. En samt voru horfurnar í
þessu efni ískyggilegar. Hann hefir sjálfur minst á það
í ritgjörð sinni í Morgni, þegar honum var fleygt fram
úr rúminu og að högg komu á rúmið nokkur kvöld.
Þegar honum var íleygt fram úr rúminu. sá eg ljósrák,
sem ekki gat stafað af venjulegum orsökum, koma upp á
rúmið, og í því bili fleygðist hann úr rúminu fram á
8*