Morgunn - 01.06.1928, Síða 122
116
MORGUNN
gólfið. Þar lá hann a. m. k. klukkustund. Þetta gerðist á
því tímabili, sem eg er nú að segja frá.
En nú varð sú mikilvæga breyting á, að hugur hans
fór að hneigjast smátt og smátt að sálarrannsóknunum,
sem hann hafði verið svo mótfallinn, eins og hann hefir
sjálfur vikið að í ritgjörð sinni í Morgni VII. árg. Hann
fór að lesa um þær og fyrir milligöngu vinkonu minnar
frk. Sigríðar Snæbjörnsson var hann við lækningatil-
raunir hjá Andrési Andréssyni klæðskera. Ekki gat eg
betur fundið, en að hann hefði ómetanlegt gagn af þeim
tilraunum. Undir haustið lét hann tilleiðast að fara viku-
lega í sambandsástand með nokkurum vinum sínum. Og í
desember, líka fyrir milligöngu sömu vinkonu minnar,
stofnaði Einar H. Kvaran ,,hring“ til þess að gera til-
raunir með hann. Tilraunum í húsi hans hefir verið hald-
ið áfram fram á þennan dag. Eg ætla ekki að skýra frá
árangri þeirra tilrauna að neinu öðru leyti en því, er kem-
ur við heilsu mannsins míns.
Fyrst er hin líkamlega heilsa hans. Hún er nú komin
í það lag, að þó að hann þoli enn ekki harða áreynslu,
finna læknarnir ekki að neitt sé að. Eins og eg sagði f
upphafi þessarar frásagnar minnar, tel eg mig hafa,
ástæður til að ætla, að batinn sé að einhverju miklu leyti
að þakka tilraununum. Eg ætla nú að gera stuttlega grein
fyrir ]>eim ástæðum.
Fyrst er nú það, að hann hefir þrásinnis farið í
sambandsástand á nóttum í rúmi sínu, það sem nefnt er
„hálftrance“. Þá er eins og hann sé að tala við einhverja
ósýnilega vini sína, sem séu að fást við að lækna hann..
Hann er þá að biðja þá að meiða sig ekki, nota ekki við
sig hnífa og þar fram eftir götunum. 1 þessu ástandi
hefir oft verið eins og hann sé látinn gera reglubundnar
andardráttaræfingar.
Annað er það, hve furðulega fljótt hurfu afleiðing-
arnar af lífhimnubólgunni, sem var hans aðalmein á
Vífilstöðum. Honum hafði verið sagt, ]iegar hann fór