Morgunn - 01.06.1928, Page 125
M 0 R G U N N
119
við að búa, áður en fram úr þeim var ráðið, hafa bein-
línis verið voðalegir. Þið hafið heyrt frásögnina. Hver
mundi vilja taka að sér að búa við annað eins? Eg tel
mér nægja að benda á þessi ummæli frúarinnar: „Eg gat
aldrei treyst því nokkurn dag, að maðurinn minn væri
með sjálfum sér, hvar sem hann var staddur. Og eg gat
aldrei treyst því, að hann fengi að sofa í næði nokkura
nótt, eins og aðrir menn, og vaknaði ekki að morgni eins
og hann væri brjálaður maður eða með sárum þrautum“.
Auðvitað er ekki unt að fullyrða neitt um það, hvert
þetta hefði stefnt, ef ekki hefði verið tekið í taumana.
En mér þykir ekki ótrúlegt, að það hefði stefnt út í
brjálsemina. Mér finst ekki heldur óskynsamlegt að hugsa
sér, að þetta ástand stofni mönnum í hættu við öðrum
sjúkdómum. Það er alveg áreiðanlegt, að við þessi óreglu-
legu áhrif fer eitthvað forgörðum af lífsmagni mann-
anna, sem fyrir þeim verða. Mér finst sennilegt, að þegar
lifsmagnið er veikt, þá sé mótstöðuaflið minna til þess að
verjast sjúkdómunum.
Til þess að ráða bót á því megna ólagi, sem frúin
skýrir frá, þurfti ekkert annað en reglubundnar og gæti-
legar tilraunir. Eg læt liggja milli hluta ]>á skoðun frú-
arinnar, að tilraunirnar hafi líka haft áhrif á heilsu
mannsins hennar að öðru leyti. Mér finst hún gera skyn-
samlega grein fyrir þeirri skoðun sinni, en eg skal ekkert
fullyrða um ]>að, hvort hún er í raun og veru rétt. En
um hitt verður ekki deilt með skynsemd, að þau ískyggi-
legu áhrif, sem eru aðalatriðið í frásögninni, hurfu við
tilraunirnar. Það virðist svo, sem sumir menn séu eins og
galopnar dyr fyrir ýmis konar áhrifum úr öðrum heimi,
°g að A. P. B. hafi verið einn þeirra manna. Það er alls
ekki sjálfsagt, að allir slíkir menn séu miðilsefni — að
hæfileikanum til sambands við annan heim sé svo háttað,
að hann verði notaður til gagns, — þó að svo hafi reynst
um Andrés. Eg hefi sjálfur fengið ótvíræða reynslu í því
efni, að þeir geta ekki allir verið miðlar, sem ]ijást af