Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 126
120
M 0 R G U N N
ískyggilegum áhrifum. Ef þeir geta ekki orðið miðlar,
þarf að loka fyrir þessi áhrif. Eg fullyrði ekki, að það sé
ekki unt annan veg en með miðlatilraunum, en vísasta
leiðin er, enn sem komið er, að leita til góðs miðils og fá
aðstoð frá stjórnendum hans. Koma þeim, sem fyrir áhrif-
unum verða, í skilning um, hvernig á þeim standi, og
kenna ])eim að veita þeim viðnám. En séu þeir miðilsefni,
sem fyiúr þessum áhrifum verða, ])á er nauðsyn á að út-
vega örugga stjórn frá ósýnilegu hliðinni. Það verður
ekki gert nema með tilraunum, og það er þetta, sem gerst
hefir um Andrés Böðvarsson. Svo virðist a. m. k. sem
þennan veg liggi í málinu, og eg veit ekki um neitt, sem
móti því mælir.
Eg hefi haft töluverð kynni af Jiessu máli, bæði af
reynslu sjálfs mín og af náinni afspurn, Stundum hefir
mér blöskrað meðferðin á hinum sálrænu og áhrifagjörnu
manneskjum. Eg skal benda á eitt atvik sem sýnishorn.
Tvær stúlkur komu heim til okkar til þess að finna Mar-
gréti Thorlacius í fyrra vetur. Þá voru aðrir gestir fyrir,
eins og oft endranær. Stúlkurnar fengu sér sæti í gangin-
um, meðan Margrét var að tala við hina. Önnur stúlkan
segist ])á finna svo mikil áhrif, að hún getur ekki haldið
sér uppi, hallar sér utan í hina og sýnist vera að hníga
út af í meðvitundarleysi. Hin fer að ýta við henni, segir
henni að rífa sig upp úr þessu. Stúlkan virtist eiga mjög
örðugt með það. „Við skulum koma út. Það er ekkert
annað en rífa sig upp úr þessu. Þetta er svo sem ekki
nýtt fyrir ])ér“, segir hin stúlkan, enda fengum við að
vita síðar, að stúlkan hafði þjáðst af þessu árum saman.
Sú stúlkan, sem var hress, fer þá að rífa í hina, til ])ess
að drasla henni út. Konan mín hafði orð á því við þær,
að ekki mundi vera gætilegt að rífa sig upp úr þessu
ástandi og þjóta út. Stúlkan mundi missa kraft við þetta,
og hún yrði að fá hann aftur. Til þess yrðu þær að halda
kyrru fyrir, þangað til þetta væri um garð gengið. En
stúlkan, sem vildi út, var ekki alveg á ])ví. Hún skók hina