Morgunn - 01.06.1928, Page 129
M 0 R G U N N
123
hlutverkið að grynna eitthvað það hyldýpi fáfræðinnar
og vitleysunnar, sem kemur fram í hleypidómunum gegn
skynsamlegum tilraunum. Algerlega ófræddir menn eru
alt af gera stórtjón. Fáfræðifullyrðingarnar eru áreiðan-
lega ábyrgðarhluti, Jægar heilsa og velferð mannanna er
í veði. Þetta er í voða, þegar farið er með sálrænar mann-
eskjur, er verða fyrir óreglulegum og ískyggilegum áhrif-
um, á gersamlega rangan hátt. Eg hefi ástæðu til að
ætla, að þessar manneskjur séu miklu fleiri á landinu en
nienn gera sér alment í hugarlund og að algengast sé, að
íarið sé með ];ær af engri þekking og engu viti. Eg hefi
ástæðu til að ætla að vitfirring margra manna stafi af
þessu. Og mér þykir sennilegt, að aðrir alvarlegir sjúk-
dómar ýmsra manna magnist við þetta, og eigi ]>ar ef
til vill oft upptök sín að einhverju leyti. Það er ekki neitt
smáræðis hlutverk að koma mönnum í skilning um að
hjálpina eigi'ekki að draga, ]>angað til sálrænu mennirnir
eru annaðhvort orðnir vitskertir eða með öðrum hætti
ólæknandi aumingjar.
Nú veit eg, að mér verður svarað: Hvert á að fara?
Miðlana vantar og mennina líka, sem hafa tíma og þekk-
ing til þess að leiðbeina mönnum. Þetta er alveg satt. En
hvers vegna vantar miðla? Það er að mjög miklu leyti
vegna hleypidómanna gegn miðilsstarfinu. Reglubundið
uiiðilsstarf er einhver sú bezta heilsutrygging, sem sál-
rænir menn geta fengið. Þessu er alveg snúið“ við í fá-
fræðinni og mönnum talin trú um að miðilsstarf sé sér-
staklega hættulegt fyrir heilsuna. Miðilsstarf er eitt hið
dýrlegasta hlutskifti, sem nokkurum manni getur fallið
i skaut á þessari jörð. Mönnum er talin trú um, að það
sé einhver óvirðing að vera miðill. Þess vegna er svo lítið
af miðlum, og vegna þess jafnframt, að engin gangskör hef-
lr verið gerð að ]>ví að hlynna að miðilsstarfinu af ]>eim
roönnum, sem vit hafa á málinu. Eg á ekki við miðla eins
°g Mirabelli og Valiantine. Þeir eru sjaldgæfir í allri ver-
öldinni, og væru ]>ó ef til vill ekki eins sjaldgæfir, ef