Morgunn


Morgunn - 01.06.1928, Page 137

Morgunn - 01.06.1928, Page 137
M 0 R G U N N 131 einhverstaðar vart í skáldskap nútímans. Vér höfum séð glögg merki þessarar hreyfingar, til dæmis að taka, í leik- ritinu „Á útleið“ og ýmsum kvikmyndum, sem hér hafa verið sýndar. Eitt sýnishornið er bókin, sem nefnd hefir verið hér að ofan. Hún skýrir frá árekstri, sem verður út af því, að ungur, lærður og gáfaður maður sannfærist um samband við annan heim, er snildarlega samin og einkar skemtileg. Ef einhverjir kynnu að vilja afla sér bókarinnar — sem vér viljum ráða þeim til, er lesa enskar skáldsögur — þá væri rangt að spilla ánægju þeirra af lestrinum með því að skýra hér frá söguþræðinum. En minst skal á inngang- inn, því að af honum má ráða stefnu sögunnar. Þó að sag- an sjálf gerist á þessum tímum á Englandi, ]>á gerast við- burðirnir í innganginum á Spáni á dögum Ferdínands og Isabellu og Kólumbusar. Kólumbus hefir sótt um styrk stjórnarinnar til ]>ess að leita landa í vestri. Út af þeirri málaleitun, sem hefir vakið mikla athygli, er haldinn ríkisráðsfundur til þess að taka ákvörðun um, hvort ráða eigi konungi til þess að styðja þetta fyrirtæki. Fundurinn er skipaður merkustu mönnum úr öllum æðri stéttum, og þar fara umræður fram um málið. Kólumbus stendur sjálfur fyrir sínu máli, og skýrir meðal annars frá ])ví, að hann hafi talað við mann, rétt fyrir andlát hans, sem hafi, eftir miklar hrakn- mgar og svaðilfarir, fundið eyland vestur í hafinu. Úrslitin koma fram í eftirfarandi ávarpi til Kólum- busar, sem forsetinn flytur að lokum: „Mjer ]>ykir mikið fyrir því, að eg lýsi yfir ]>ví, að úrskurður ríkisráðsins er yður andstæður. Vér sjáum oss ekki fært að ráða hans há- rign til þess að leggja til fé og skip í því skyni, sem fyrir yður vakir. Skoðanirnar eru frá öllum hliðum á móti yður. Ximenes aðmíráll fullyrðir, að hugmynd yðar um land langt uti í vestrinu sé ekkert annað en vitleysa; og hann ætti að vita þetta. Vísinda-doktorarnir frá mestu lærdómsstofnun- um Spánar fordæma tilgátuna út frá lærdómi sínum, sanna 9*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.