Morgunn - 01.06.1928, Síða 137
M 0 R G U N N
131
einhverstaðar vart í skáldskap nútímans. Vér höfum séð
glögg merki þessarar hreyfingar, til dæmis að taka, í leik-
ritinu „Á útleið“ og ýmsum kvikmyndum, sem hér hafa
verið sýndar. Eitt sýnishornið er bókin, sem nefnd hefir
verið hér að ofan. Hún skýrir frá árekstri, sem verður út
af því, að ungur, lærður og gáfaður maður sannfærist um
samband við annan heim, er snildarlega samin og einkar
skemtileg.
Ef einhverjir kynnu að vilja afla sér bókarinnar —
sem vér viljum ráða þeim til, er lesa enskar skáldsögur —
þá væri rangt að spilla ánægju þeirra af lestrinum með því
að skýra hér frá söguþræðinum. En minst skal á inngang-
inn, því að af honum má ráða stefnu sögunnar. Þó að sag-
an sjálf gerist á þessum tímum á Englandi, ]>á gerast við-
burðirnir í innganginum á Spáni á dögum Ferdínands og
Isabellu og Kólumbusar.
Kólumbus hefir sótt um styrk stjórnarinnar til ]>ess
að leita landa í vestri. Út af þeirri málaleitun, sem hefir
vakið mikla athygli, er haldinn ríkisráðsfundur til þess
að taka ákvörðun um, hvort ráða eigi konungi til þess að
styðja þetta fyrirtæki. Fundurinn er skipaður merkustu
mönnum úr öllum æðri stéttum, og þar fara umræður
fram um málið. Kólumbus stendur sjálfur fyrir sínu máli,
og skýrir meðal annars frá ])ví, að hann hafi talað við
mann, rétt fyrir andlát hans, sem hafi, eftir miklar hrakn-
mgar og svaðilfarir, fundið eyland vestur í hafinu.
Úrslitin koma fram í eftirfarandi ávarpi til Kólum-
busar, sem forsetinn flytur að lokum: „Mjer ]>ykir mikið
fyrir því, að eg lýsi yfir ]>ví, að úrskurður ríkisráðsins er
yður andstæður. Vér sjáum oss ekki fært að ráða hans há-
rign til þess að leggja til fé og skip í því skyni, sem fyrir
yður vakir. Skoðanirnar eru frá öllum hliðum á móti yður.
Ximenes aðmíráll fullyrðir, að hugmynd yðar um land langt
uti í vestrinu sé ekkert annað en vitleysa; og hann ætti að
vita þetta. Vísinda-doktorarnir frá mestu lærdómsstofnun-
um Spánar fordæma tilgátuna út frá lærdómi sínum, sanna
9*