Morgunn - 01.06.1928, Side 143
M O R G U N N
137
á þeim tíma, að sjá hversu hann gekk djarflega fram
íyrir skjöldu og lét biturt sverð nístandi háðsins dynja
á andstæðingum vorum, sem þá réðust að oss úr öllum
áttum, og ýmist veltu sér í útþyntri orðafroðu rétttrún-
aðarins, sem er óvinur þekkingar, eða notuðu yfirlætis-
legt spott viðurkendra vísinda, sem gera lítið úr öllu því,
er þeim finst ekki ómaksins vert að reyna að skilja.
Vér þurfum naumast að vænta þess, að fá aftur mann,
sem gengur út í þessar rannsóknir með samkonar hug-
arfari og hann; eða verði þess megnugur að hafa jafn
djúptæk áhrif á oss eins og hans óviðjafnanlega yndis-
lega sál hafði.
Samúðin var sterkasti þátturinn í þessari fjölþættu
sál. Fáir dauðlegir menn hafa átt þess kost, að kynnast
svo staðfastlega innilegri ástúð, sem hann auðsýndi vin-
um sínum, og ])ó voru hinar margvíslegu þjáningar
mannanna honum enn þá innilegra samúðarefni. Honum
hlaut því að fara sem öðrum þeim, er svo eru næmir
lyrir þrautum annara að þeir heyra,. eins og postulinn
orðar það, að „öll skepnan stynur og hefir fæðingar-
hiíðir“, að hann taldi úrlausn ráðgátunnar um framhald
lífsins einu sönnunina, sem hægt væri að færa fyrir því
HÖ guðleg forsjón væri til. í hans augum var ekki eingöngu
um ]>að að tefla, hvort kirkjan stæði eða félli, heldur var
]>að hans þunga alvörumál, hvort guð stæði eða félli í hug-
um alls mannskynsins.
Þótt undarlegt megi virðast, var það fremur annara
v®gna en sjálfs sín að Gurney ]n’áði þennan mikilfenglega
n'iöguleika — sjálfur átti hann meira af jiunglyndi og
•lafnaðargeði en svo, að hann gerði mikið að því, að reisa
skýjaborgir um sína eigin framtíð. En honum var ]>að
ljóst, að ef höfundur tilverunnar hefði sent, þótt ekki
væri nema einn einasta mann, inn í þetta jarðlíf til að
l>jást og líða, en allir aðrir væru hamingjusamir, — eina
sal.sem væri fyrir fram dæmd til eilífra mótmæla ogóhjá-
kvæmilegrar eymdar — þá gætu góðir menn ekki elskað