Morgunn - 01.06.1928, Qupperneq 146
140
M 0 R G U N N
þeim óverulegu tilraunum við sálarrannsóknir, sem um
var að tefla á þeim tíma. Mér fanst sjálfsagt að láta ekk-
ert færi ónotað, til að komast fyrir þetta leyndarmál;
og nú fyrst, eftir að eg hefi getað gefið mig að þeim
rannsóknum um þrjátíu ára skeið, get eg sagt við sjálf-
an mig: Habes totá quod mente petisti — „þér hefir
hlotnast það, sem þú þráðir af öllu hjarta.“ Hiklaust
viðurkenni eg ]>að, að þessi nýja þekking hefir — jafn-
framt því að losa mig við efa um sögulega viðburðinn
mikla, upprisuna — aukið mér skilning og fylt huga
minn meira þakklæti en mín heita barnatrú megnaði.
Þótt ánægja sú, sem víðtækar erfikenningar og inn-
sæi trúarbragðanna veittu mér, kæmist ekki í neinn
samjöfnuð við þann fögnuð, er eg hefi eignast fyrir sann-
aðar staðreyndir, þótt í smærri stíl séu, er þó langt frá
mér að tala með lítilsvirðingu eða vanþakklæti um
erfikenningar og innsæi, sem verða víst enn um marg-
ar aldir máttugt hjálparmeðal mönnunum. Eg er þess
engan veginn fullvís, að vísindalegar tilraunir eður
aukin útbreiðsla raunhæfra sannana, sé eina leiðin eða
öruggasta til fylsta skilnings á markmiði tilverunnar.
Eg hefi enga tilhneigingu til að ]mæta við þá menn,
sem fullyrða, að íhygli, opinberun eða hrifning (ecstasy),
veiti sumum mönnum enn meiri ]>ekkingu. Eg kannast
einnig við það, að vísindi vor hvíla á veikum grundvelli,
að þau eru bygð á tilgátum, sem vér getum ekki sann-
að fullkomlega; vitnisburðirnir virðast og vera svo
ósamhljóða, að ekki er víst að þeir geri meira en gefa
ófullkomna bendingu um lögmál, sem vér skiljum að
litlu leyti. Vér verðum að kannast við alt þetta, alveg
eins og ]>ví verður ekki neitað, að mál vort er ])röngum
takmörkum bundið. Vér getum ekki lýst með orðum
því, er vér lesum í augnaráði vinar vors á hrifningar-
augnablikum. Vér getum ekki komið orðum að því, eða
sagt öðrum frá því. Þótt mál vort sé ófullkomið, var
það oss nauðsynlegt að geta talað og ritað, til ])ess að