Morgunn - 01.06.1928, Blaðsíða 147
M O R G U N N
141
vér skildum hverir aðra og gætum tekið þeim þroska, er
vér höfum náð. Þannig er það með vísindi, gagnstætt því
sem á sér stað um innsæi. Yísindin eiga sér mál, sem
allir menn skilja, þau geta fært rök fyrir máli sínu,
þegar þau eru misskilin og beint stefnu á rétta leið, ef
hau komast á villigötur. Frá þeim tíma, að minsta kosti.
er vitsmunir og reynsla tóku höndum saman — en við
það varð nafn Galileos ódauðlegt — hefir mannkynið
aldrei rekið sig á, að aðferðir vísindanna hafi leitt það
út á villigötur, þegar ])eim var beitt af einlægni og
skynsemd.
Það er ekki fyr en vísindin fara að skygnast inn í
andans ríki — ]>að er að segja efnisvana heim, ])ótt ]>ar
sé um persónulegan veruleik að ræða — að þessi aug-
líósu sannindi eiga það á hættu, að vera talin fjarstæða.
Bæði inn viðkvæmi áhugi, sem menn hafa á þessu
ttiáli og hversu afar erfitt það er viðfangs, hefir um
langan aldur tálmað því, að við það væri beitt jafn-
fölskvalausum strangleik og vísindanákvæmni, sem menn
annars beita, til að leita þekkingar í öllum öðrum
greinum. Þegar trú og vísindi voru á bernskuskeiði, voru
þau vafalaust svo nátengd, að ]>au urðu ekki greind í
sundur. Villimaðurinn athugaði ]>au fáu fyrirbrigði nátt-
úrunnar, sem hann átti kost á að kynnast, og reyndi
mynda sér lífsskoðanir í samræmi við þær athuganir.
^n þessi fábreytta þekking varð honum brátt ófull-
nægjandi, til að bæta úr þeirri þörf hans, að geta gert
ser grein fyrir ósýnilegum heimi (svo eg noti orðfæri
v°r nútíðarmanna til að lýsa óljósri von hans og ótta),
sem brátt tók að gera vart við sig. Hann gat ekki fund-
ið svar við spurningunni, sem reis í huga hans: „Hvernig
ú eg að breyta til þess að frelsast?" Hann vildi ekki
bíða eftir að fá svar við henni. Hann tók að gera sér
fáránlegar hugmyndir um ]>essi efni, án þess að styðj-
ast verulega við reynsluna. Trúarbrögð og vísindi áttu
ekki samleið lengur.