Morgunn - 01.06.1928, Page 149
M 0 R G U N N
143
inn hefir mikið til síns máls, er hann varar oss við
að vera of öruggir, og fullyrðir, að vér höfum í raun og
veru engar sannanir, sem nútíðarmenn geti tekið gildar,
til stuðnings ákveðnum trúarskoðunum, um efni, sem
ekki er hægt að beita við venjulegum sannanaaðferð-
um. Nokkurir menn hafa ótvírætt látið í ljós, að krist-
in trú þurfi ekki á sams konar sönnunum að halda og
vísindin; að hugsæi hennar og erfikenningar séu nægi-
legar til stuðnings ytra formi hennar og innra eldmóði.
Fyrir þá, sem eiga mikið af göfugu hugsæi og elska erfi-
kenningar, mega þetta virðast fullnægjandi röksemdir
til sannfæringar, eins og augnaráð elskaðs vinar. En
]>eim fylgja þær óhjákvæmilegu veilur, sem áður er á
minst. Viljir ]>ú reyna að rökræða þetta við mann af.
öðrum kynstofni, þótt ekki sé hann síður einlægur, t. d.
Buddhatrúarmann, Persa eða Gyðing, eða t. d. einhvern
öndvegishöld vísindanna á borð við Darwin, þá munt
þú fljótt komast að raun um, að til þess dugar lítt að
tala við þá um kristilegar erfikenningar eða hugsæi;
vísindaleg rök munu aftur á móti reynast haldgóð til
þess, og enda hið eina, sem dugir. Svo að jafnvel meðal
andlega sinnaðra manna verður ekki hægt að draga aðra
ályktun en ])á, að vísindin séu eina heimspekin eða trú-
arbrögðin — eina skýrgreining tilverunnar, sem allir
menn, er þau skilja, hljóta að trúa skilyrðislaust.
Eins og fyr var drepið á, fullnægir samt þessi
ályktun engum, enn sem komið er. Kristinn maður held-
ur því fram, að það sé ekki annað en bull, að vísindin
geti orðið grundvöllur trúarbragðanna, því að ekki fræði
þau okkur neitt um andlegan heim. Ekki er eðlilegt að
þau geri það, segir þá trúleysinginn, og verður nú gall-
harður efnishyggjumaður; „andlegum heimi verður ekki
lýst, því að hann er enginn til.“ Clifford var býsna hróðug-
Ur, er hann sagði: „Alheimurinn er gerður af ljósvaka
og öreindum, en andar komast þar ekki fyrir.“
Vísindamaðurinn missir marks, þegar hann fer að