Morgunn - 01.06.1943, Side 8
2
MORGUNN
ekki það, að leita að eins síns eigin, eins og þjóðirnar hafa
gert? En í þessu hefir öllum skjátlazt að meira eða minna
leyti.
Og þegar mennirnir hafa leitt ógæfu yfir sjálfa sig,
með rangsnúnum hugsunum og rangsnúnum athöfnum,
þegar þeirra eigin heimska er komin þeim hræðilega í koll,
þá biðja þeir, hver um sig, til Guðs um sigur og segja:
„Ó, Guð, hjálpa þú oss til þess að sundurmola óvininn, því
að málefni vort er hið réttláta málefni!“
En, sonur minn, segðu náungum þínum, að ekki sé
nema ein bæn Guði velþóknanleg, og það er bænin um hinn
eilífa frið. Því að sannlega segi ég þér: ekki getur hann,
sem er Guð alfaðir, hjálpað börnum sínum til að fremja
hið illa.
Sjá, skylda mannsins er, að biðja réttra bæna, hugsa
réttar hugsanir og rækta með sér réttar tilfinningar, því
að einungis af slíku fæðast réttar athafnir. Þannig verð-
ur sá, sem vill vinna sigur, að tryggja sér sigurinn með
kærleikanum og að sjá, að hinn eini sigur er í hinum
eilífa friði fólginn.
Sannlega er sá, sem biður fyrir friði, í samræmi við
hinn guðlega vilja, en sá, sem biður um sigur, er að biðja
um aðgreining og einangrun þjóðanna, hvort sem honum
er það sjálfum ljóst eða ekki.
„Nú skulum vér uppræta styrjaldirnar að fullu og öllu“,
sögðu þeir, „en til þess verðum vér að sigra“. En þeir
verða að gæta sín, því að styrjaldirnar munu koma aftur
og aftur, þangað til búið er að uppræta orsakir þeirra.
Hlýð þú nú gaumgæfilega á orð mín: Sá, sem ryður veg
fyrir reiðina, hatrið, bakmælgina, hefnigirnina, er að
gera sitt til að skapa ský, og úr skýinu hellist síðan steypi-
regn styrjalda yfir þjóðir eða yfir stéttir, en hver sá, sem
leggur stund á, að einbeita huganum að friði og kærleika,
fyrirgefning og samúð, er að gera sitt til að eyða þessum
skýjum. Máttarvöld myrkursins nota öfl hins illa fyrir ill
markmið, en hvítu máttarvöldin nota öfl hins góða fyrir