Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Síða 8

Morgunn - 01.06.1943, Síða 8
2 MORGUNN ekki það, að leita að eins síns eigin, eins og þjóðirnar hafa gert? En í þessu hefir öllum skjátlazt að meira eða minna leyti. Og þegar mennirnir hafa leitt ógæfu yfir sjálfa sig, með rangsnúnum hugsunum og rangsnúnum athöfnum, þegar þeirra eigin heimska er komin þeim hræðilega í koll, þá biðja þeir, hver um sig, til Guðs um sigur og segja: „Ó, Guð, hjálpa þú oss til þess að sundurmola óvininn, því að málefni vort er hið réttláta málefni!“ En, sonur minn, segðu náungum þínum, að ekki sé nema ein bæn Guði velþóknanleg, og það er bænin um hinn eilífa frið. Því að sannlega segi ég þér: ekki getur hann, sem er Guð alfaðir, hjálpað börnum sínum til að fremja hið illa. Sjá, skylda mannsins er, að biðja réttra bæna, hugsa réttar hugsanir og rækta með sér réttar tilfinningar, því að einungis af slíku fæðast réttar athafnir. Þannig verð- ur sá, sem vill vinna sigur, að tryggja sér sigurinn með kærleikanum og að sjá, að hinn eini sigur er í hinum eilífa friði fólginn. Sannlega er sá, sem biður fyrir friði, í samræmi við hinn guðlega vilja, en sá, sem biður um sigur, er að biðja um aðgreining og einangrun þjóðanna, hvort sem honum er það sjálfum ljóst eða ekki. „Nú skulum vér uppræta styrjaldirnar að fullu og öllu“, sögðu þeir, „en til þess verðum vér að sigra“. En þeir verða að gæta sín, því að styrjaldirnar munu koma aftur og aftur, þangað til búið er að uppræta orsakir þeirra. Hlýð þú nú gaumgæfilega á orð mín: Sá, sem ryður veg fyrir reiðina, hatrið, bakmælgina, hefnigirnina, er að gera sitt til að skapa ský, og úr skýinu hellist síðan steypi- regn styrjalda yfir þjóðir eða yfir stéttir, en hver sá, sem leggur stund á, að einbeita huganum að friði og kærleika, fyrirgefning og samúð, er að gera sitt til að eyða þessum skýjum. Máttarvöld myrkursins nota öfl hins illa fyrir ill markmið, en hvítu máttarvöldin nota öfl hins góða fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.