Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 12
6
MORGUNN
svo takmarkað, að hjá fæstum miðlum getur þetta gerzt,
nema í algerðu myrkri.
Miðillinn er hafinn í loft upp í transinum.
Ég hefi áður minnzt þess, að stundum var Jack Webber
hafinn í loft upp, þrátt fyrir öll böndin, sem hann var
bundinn með. Ekki tókst þó að fá sannfærandi myndir af
þessu, en slíkar myndir hafa fengizt hjá öðrum miðlum,
t. d. hjá Einari Nielsen.
Jack Webber var stundum hafinn í loft upp með stóln-
um og fluttur þannig svo langt, sem herbergið leyfði, yfir
höfðum fundarmanna og út fyrir hringinn. Að hann hafi
stundum verið hátt uppi, má marka af því, að merki eftir
hárolíuna, sem hann notaði, sáust í loftinu og voru rann-
sökuð þar. Bundinn við stólinn á höndum og fótum var
hann fluttur fimmtán fet á örfáum sekúndum, án þess
nokkur fundarmanna yrði þess var. Þetta gerðist helzt í
fundalokin.
Fyrirbrigði með lúðrana.
Mörg og merkileg fyrirbrigði gerðust með lúðrana á
fundum hjá Jack Webber. Þessi fyrirbrigði gerast að
mestu í myrkri, en svo að hægt sé að fylgjast með hreyf-
ingum lúðranna eru þeir smurðir með sjálflýsandi „fos-
fór“-blöndu, svo að þeir glitra eins og maurildi í myrkrinu.
Fjórir lúðrar hafa sézt svífa í loftinu í einu hjá
Webber, en oftast að eins tveir. Þeir hreyfast þá sinn í
hvorum enda herbergisins, annar uppi undir lofti, svo
hátt að enginn náði til hans, en hinn eftir gólfinu. Þann-
ig er vitanlega sú tilgáta gerð að engu, að miðillinn hreyfi
lúðrana sjálfur, og þá ekki sízt, þegar hann situr bundinn
í stólnum sínum á meðan. Þetta fyrirbrigði gerðist einnig
í rauðu ljósi. Að eitthvert vitsmunaafl stjórni ferðum
lúðranna um herbergið er bert af því, að þeir hreyfast
eftir beiðni fundarmanna og óskum.
Að þær verur, sem lúðrunum stjórna, sjá í myrkri er